• IMG 0142
  • IMG 0147
  • IMG 0136
  • IMG 0137
  • IMG 0134
  • IMG 0148

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Sambandsleysi

Símasambandslaust er við Háteigsskóla, en vonast er til að viðgerð náist fljótlega.

Tölvupóstur virkar ágætlega og einnig Mentor. Ef málið er áríðandi, má hringja í Þórð aðstoðarskólastjóra, s. 664-8216.

Prenta | Netfang

112-dagurinn

Sælir kæru foreldrar barna í Háteigsskóla.

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag, 11. febrúar (11.2.), og er sjónum að þessu sinni beint að öryggismálum heimilisins.
Stór hluti símtala í neyðarnúmerið 112 á rætur að rekja til slysa og annarra áfalla á heimilum fólks. Fólk verður alvarlega veikt heima eða slasast, börn komast í lyf og önnur hættuleg efni, eldur kemur upp á heimilinu, þjófar láta greipar sópa, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Í 112-blaðinu sem fylgir Fréttablaðinu í dag (og einnig hér í krækju) er bent á fjölmargt sem hægt er að gera til að fyrirbyggja atvik af þessu tagi og bregðast við þeim, til dæmis með því að læra skyndihjálp, efla fallvarnir og auka eldvarnir og varnir gegn innbrotum. Þar er einnig að finna lista yfir öryggisatriði, nk. tékklista til þess að einfalda úttekt á slysavörnum heima fyrir.

Á baksíðu blaðsins er kynning á spennandi verklagi tengt endurlífgunarkennslu sem innleitt hefur verið í skólahjúkrun og hefst slík kennsla vonandi á þessu skólaári. Meira um það í 112-blaðinu, sem ég hvet ykkur til þess að skoða, helst öll fjölskyldan í sameiningu og nýta ykkur tékklistann sem þar er að finna. Þannig tryggið þið öryggi ykkar betur og stuðlið að vitundavakningu meðal heimilismeðlima, einkum barnanna sem eru oftar en ekki mjög móttækileg fyrir efni sem þessu.

Með von um aukið öryggi innan veggja heimila og gleðilegan 112-dag.

Kær kveðja, Anna Lillý,
skólahjúkrunarfræðingur Háteigsskóla

Prenta | Netfang

Sólkerfið

51682769 2616929665200063 7201273757128720384 n

Það þarf ekkert að vera flókið að búa til líkan af sólkerfinu. Hér er eitt slíkt frá hádeginu í dag. Byggingameistararnir eru úr 3. bekk.

Prenta | Netfang

Íslandsmeistarar

Á Íslandsmóti grunnskóla í skák sem haldið var laugardaginn 2. febrúar náðu stúlkurnar okkar Íslandmeistaratitli í elsta stúlknaflokki (6.-10. bekk).

Í sigurliðinu voru Ásthildur Helgadóttir, Anna Katarina F. Thoroddsen, Soffía Arndís Berndsen og Karen Ólöf Gísladóttir. Aðeins Ásthildur var í þessum aldursflokki, en hinar eru i 5. bekk og tefldu upp fyrir sig. 

Til hamingju stelpur!

51276852 2588170427876071 4873097085479550976 n

Prenta | Netfang

Næstu dagar

Eins og kemur fram í janúar-Háteigi, sem kom út í gær, þá geta foreldrar nú bókað tíma fyrir foreldraviðtölin sem verða í næstu viku. Opið er fyrir pantanir í Mentor frá og með 30. janúar, til og með 3. febrúar.

Næstkomandi föstudag verður starfsdagur og þá ljúka kennarar við námsmat nemenda sinna. Námsmat 10. bekkinga verður afhent mánudaginn 4. febrúar og viðtölin verða svo daginn eftir, 5. febrúar.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102