• 22809710 10214393041083514 1336252135 n
  • IMG 4918
  • DSC016
  • 22835647 10214393040563501 869041542 n
  • IMG 4912
  • DSC013

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Íslenskuverðlaun

Í gær, á degi íslenskrar tungu, voru afhent íslenskuverðlaun unga fólksins. Í þetta sinn var það Hulda Eir Sævarsdóttir, nemandi í 9. bekk, sem þáði verðlaunin úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur, forseta, en hún er verndari verkefnisins.

Rökstuðningur skólans: Hulda er víðlesin og mjög metnaðarfull í vali á lesefni og bókmenntum. Hún hefur djúpan skilning á öllum gerðum bókmennta sem birtist í túlkun hennar og umfjöllun á mismunandi textagerðum. Hulda er auk þess afar ritfær; góð tilfinning fyrir móðurmálinu gerir það að verkum að hún getur áreynslulaust og af lipurð tjáð hugsanir sínar og rökstutt mat sitt á viðfangsefnum hverju sinni. Hulda hefur afbragðstök á íslenskri tungu.

Islenskuverdlaunin Hulda Eir

Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu or rituðu máli. Til hamingju, Hulda!

Prenta | Netfang

Afmæli

Í dag, 15. nóvember, á Háteigsskóli afmæli, en þann dag fyrir 49 árum síðan var skólahúsið tekið í notkun. Þá fylktu kennarar liði og báru gögn og annað frá húsi Kennaraskólans í húsið þar sem við erum í dag. Viðbygging við húsið var reist árið 1998, en þar eru kennslustofur unglingastigs ásamt ýmsum sérgreinastofum.

Skólinn tengist líka sögu kennaramenntunar á Íslandi sem hófst árið 1908. Brot úr sögu skólans er aðgengilegt hér.

Til hamingju með daginn!

Prenta | Netfang

Nýjar skákklukkur

Í dag fékk skákhópur skólans átta skákklukkur að gjöf frá foreldrafélagi skólans.

Þetta eru bestu skákklukkur í heimi“, sagði Lenka, sem stýrir skákæfingunum. Börnin voru fjarska glöð með gjöfina eins og sést hér fyrir neðan.

Við þökkum innilega fyrir okkur!

IMG 0550a

IMG 0548a

Prenta | Netfang

Ekkert einelti

Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Við höfum lengi barist gegn einelti hér í skólanum og förum eftir eineltisstefnu skólans sem má sjá á hnappi hér til hægri sem heitir "Gegn einelti". Þar er hægt að senda okkur tilkynningu (nafnlausa ef vill), ef minnsti grunur leikur á útilokun eða meiðandi samskiptum á milli barnanna.

Við bendum einnig á mikilvægi þess að foreldrar gangi á undan með góðu fordæmi - tali ekki meiðandi um aðra eða við aðra, ekki heldur á netinu. Allir eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og sanngirni. Líka þeir sem hafa brotið af sér. Þess vegna lítum við t.d. alltaf á að gerandi í eineltismáli í skólanum hafi misstigið sig, en sé ekki vondur. Sýnum virðingu!

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102