• Kristin Malmquist01
  • DSC023
  • DSC017
  • 22782348 10214393041403522 141749019 n
  • DSC003
  • Ellen Thorsteins01

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Menningarmót í 5. bekk

Föstudaginn 15. mars héldu nemendur í 5. bekk menningarmót. Á menningarmóti kynnir hver sína menningu sem getur t.d. falist í uppruna, áhugamálum eða minnisstæðri upplifun. Krakkarnir unnu þetta vel og höfðu ótalmargt spennandi að sýna okkur hinum. Menningarmótið var einnig sérlega vel sótt af foreldrum og einnig heimsóttu aðrir árgangar menningarmótið.

Nú eru 10 ár síðan fyrsta menningarmótið var haldið, en Háteigsskóli var fyrsti skólinn í Reykjavík til að verða menningarmótsskóli. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um menningarmót.

Myndir eru komnar á heimasíðu skólans.

IMG 1111

Prenta | Netfang

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Þriðjudaginn 13.mars tóku 17 nemendur í 8., 9. og 10.bekk þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda sem haldin var í Menntaskólanum í Reykjavík. Tilgangur keppninnar er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og að sjálfsögðu efla áhuga nemenda á stærðfræði. Keppnin hefur fengið mjög jákvæðar undirtektir og hefur því skipað sér fastan sess í skólastarfinu. MR hefur samband við þá nemendur sem eru í topp 10 í hverjum árgangi en hinir fá sent bréf heim með þeirra úrslitum. 

MR keppni

Prenta | Netfang

Lestrarátak Ævars og Ævintýralestur

Nemendur Háteigsskóla stóðu stig með ágætum í Lestrarátaki Ævars vísindamanns. Á tveimur mánuðum, janúar og febrúar, skiluðu þeir inn 330 lestrarmiðum sem samsvarar lestri 990 bóka. Í átakinu voru samtals lesnar 53 þúsund bækur. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands dró út nöfn fimm þátttakenda sem verða persónur í næstu bók Ævars. Því miður var heppnin ekki með okkar fólki að þessu sinni. Hins vegar drógum við í Háteigsskóla út nafn eins nemanda áður en við sendum lestrarmiðana frá okkur. Nafn nemanda í 3. bekk kom upp og fékk hann að velja borðspil á skólasafninu sem fylgir bekknum hans.

Nýr lestrarleikur er hafinn fyrir nemendur í 1.-7. bekk sem heitir Leggur þú í ævintýralestur? Hann stendur til 15. maí. Lestrarleikurinn er í samstarfi við bókaútgáfuna IÐNÚ sem gefur vinninga.

Vinningar eru gefnir fyrir þrjú mismunandi verkefni:

  • Að lesa – Nemendur skrá lestur á miða. Þrjár bækur á hvern og skila á skólasafnið. Einn nemandi er dreginn út og fær gefins 6 nýjustu bækurnar í Óvættarfarar seríunni.
  • Að lita – Nemendur sem lesa bækur í Óvættarfararflokknum geta fengið mynd úr sögunum til að lita og skilað henni á safnið. Dregið er úr myndunum og fær vinningshafi Óvættarfararlitabók.
  • Að skapa – Nemendur eru hvattir til að semja ævintýri og myndskreyta. Það getur verið á hvaða formi sem er s.s. myndasaga eða ljóð og skila því á skólasafnið. Dómnefnd hjá IÐNÚ velur bestu söguna. Í verðlaun verður nýjasta bókin í Óvættarfararseríunni og ritfangapakki.

IMG 1105

Hægt er að nálgast lestrarmiða á skólasafninu eða á slóðinni http://www.idnu.is/aevintyralestur/ . Þar er einnig hægt að lesa sér meira til um lestrarleikinn.

Heiða Rúnarsdóttir, bókasafnskennari.

Prenta | Netfang

2. sæti á Íslandsmóti í skák

Um helgina varð lið Háteigsskóla í 2. sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita, 4. - 7. bekk. Mótið var mjög sterkt, en okkar lið var samt sem áður nálægt því að hirða efsta sætið.

Við óskum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.

isl

Myndina tók Jón Fjörnir Thoroddsen við verðlaunaafhendingu.

Prenta | Netfang

Út fyrir kassann

Foreldrafélag Háteigsskóla hefur fengið þau Kristínu Tómasdóttur og Bjarna Fritzson hjá „Út fyrir kassann“ til að halda erindi fyrir foreldra barna við Háteigsskóla næstkomandi mánudagskvöld 19. mars kl: 20:00 til 21:00.

Kristín mun flytja erindi um hugtakið sjálfsmynd og það hvernig foreldrar geta haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd barnanna sinna.
Bjarni mun flytja erindi um það hvernig við getum aðstoðað börnin okkar við að ná betri árangri.

Vonumst til að sem flestir sjái sig fært um að mæta! 😊

Kær kveðja,
Foreldrafélag Háteigsskóla

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102