• hug4
  • IMG 0142
  • IMG 0139
  • IMG 0145
  • IMG 0136
  • IMG 0134

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Matseðill vikunnar

Okkur finnst ekki taka því að gera matseðil fyrir þrjá daga og birtum ígildi hans því hér:

Í dag var kjúklingasnitsel í matinn. Á morgun verður lambakjöt í karrý. Á miðvikudag verður pylsuveisla.

Prenta | Netfang

Skipulag síðustu daga skólaársins

Síðustu daga skólaársins er stundaskrá ekki í gildi, en nemendur taka þátt í ýmsum óhefðbundnum verkefnum, bæði úti og inni.

juni 18

Prenta | Netfang

Hendum ekki mat

Nemendur 6. bekkjar héldu áfram með matarsóunar-verkefnið sem þeir byrjuðu á í febrúar. Dagana 24. - 27. apríl var maturinn vigtaður sem fór í ruslið. Útkoman var 28,3 kg sem er svipuð og var í mars. Þó sást vel að nemendur hentu minna eftir að þeir sáu að vigtun var byrjuð. Einnig var áberandi að 6. bekkurinn sem var með verkefnið henti áberandi minna af mat, bæði inni í stofu (engar matarleifar) og í matsal, alveg frá því að verkefnið hófst. Ef við hendum mat upp á meira en eina milljón króna hvern vetur, þá er ljóst að gera þarf ráðstafanir til að draga úr þessari sóun. 

Prenta | Netfang

Ævintýralestur

Á vordögum var boðið upp á Ævintýralestur á skólasafninu fyrir nemendur í 2.-7. bekk. Bókaútgáfan IÐNÚ styrkti verkefnið og gaf vinninga í nokkrum flokkum.

Verðlaunin voru veitt í morgun við samsöng á sal.

Í flokknum „Að lesa“ var skilað inn fimmtíu lestrarmiðum, á hvern miða voru skráðar þrjár bækur, og því lesnar 150 bækur í átakinu. Lestrarmiði nemanda í 2. bekk var dreginn úr bunkanum og fékk hann sex nýjustu bækurnar í Óvættarfarar seríunni að gjöf.

Í flokknum „ Að lita“ gátu nemendur sem lásu bækur í Óvættarfarar seríunni valið sér mynd úr bókaflokknum, litað og skilað inn. Mynd nemanda í 3. bekk var dregin úr 35 mynda bunka og fékk hann gefins nýjustu Óvættarfararbókina og Óvættarfararlitabók.

Í síðasta flokknum „Að skapa“ fékk nemandi í 6. bekk sem skilaði inn frumsaminni sögu nýjustu Óvættarfararbókina og ritfangasett.

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að gera lesturinn að leik og skemmtun í sumar.

vinningshafar i aevintyralestri1

Prenta | Netfang

Skóladagatal 2018 - 2019

Skóladagatal fyrir næsta vetur er komið á heimasíðu skólans.

Smelltu hér til að sækja það.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102