• IMG 0133
  • IMG 0137
  • IMG 0136
  • IMG 0148
  • IMG 0135
  • IMG 0141

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Ratleikur um Snorra-sögu

Kennaranemar á Menntavísindasviði efna jafnan til ratleiks á Klambratúni og oftar en ekki fá okkar nemendur að njóta þess. Kennsluaðferðin nýtist sérlega vel að festa í minni upplýsingar úr náminu. Hér er frásögn frá Katrínu Jönu Guðbjörnsdóttur í 6. bekk: 

Í ratleiknum á Klambratúni var okkur skipt í 8 jafnstóra hópa og leystum við gátur og svöruðum spurningum. Mér fannst skemmtilegast að hlaupa úti og að kynnast krökkunum betur. Það sem var skemmtilegast við ratleikinn var að hann var spennandi og manni leið eins og við værum að fara að undirbúa fyrir eitthvað mjög mikilvægt. En ég lærði nöfnin betur á persónum í sögunni og ég skildi Snorra-sögu betur.

30571716 885217888306696 6239027025691672870 n30582156 885217584973393 6830651415656022134 n30594486 885217941640024 4686536853062163889 n30595074 885217678306717 1322334715534926197 n30629890 885217751640043 1714242897507295520 n30652882 885217828306702 7108862753441257558 n

Prenta | Netfang

Íþróttahátíð

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu miðvikudaginn 11. apríl, þegar íþróttahátíð yngsta stigs var haldin.

30623888 10216456859476312 1834055793939316736 n 30629493 10216456859756319 7518279838638014464 n  30652368 10216456859396310 7409052115856785408 n 30652444 10216456859876322 8312229806301249536 n

Prenta | Netfang

Forum on school issues in English

A great opportunity for parents of foreign origin to meet, learn and discuss parent-school colloboration, bilingualism, leisure, - school culture in Iceland.

We want to hear from parents of foreign origin, we will ask these question: What´s working well? What can be improved? What would you like to change? Do you have a good advice?

TIME: Next Saturday, April 14 at 13.00 

ADDRESS: Hallveigarstaðir, Túngata 14, Reykjavík

Your participation matters - bring a friend  

In cooperation with Móðurmál - the Association on Bilingualism,
W.O.M.E.N. - Women of Multicultural Ethnicity in Iceland,
Reykjavíkurborg
Kópavogsbær and
Heimili og skóli - Landssamtök foreldra

30443547 1596606903771089 7133667161043731009 n

Prenta | Netfang

Menningarmót í 5. bekk

Föstudaginn 15. mars héldu nemendur í 5. bekk menningarmót. Á menningarmóti kynnir hver sína menningu sem getur t.d. falist í uppruna, áhugamálum eða minnisstæðri upplifun. Krakkarnir unnu þetta vel og höfðu ótalmargt spennandi að sýna okkur hinum. Menningarmótið var einnig sérlega vel sótt af foreldrum og einnig heimsóttu aðrir árgangar menningarmótið.

Nú eru 10 ár síðan fyrsta menningarmótið var haldið, en Háteigsskóli var fyrsti skólinn í Reykjavík til að verða menningarmótsskóli. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um menningarmót.

Myndir eru komnar á heimasíðu skólans.

IMG 1111

Prenta | Netfang

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Þriðjudaginn 13.mars tóku 17 nemendur í 8., 9. og 10.bekk þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda sem haldin var í Menntaskólanum í Reykjavík. Tilgangur keppninnar er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og að sjálfsögðu efla áhuga nemenda á stærðfræði. Keppnin hefur fengið mjög jákvæðar undirtektir og hefur því skipað sér fastan sess í skólastarfinu. MR hefur samband við þá nemendur sem eru í topp 10 í hverjum árgangi en hinir fá sent bréf heim með þeirra úrslitum. 

MR keppni

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102