• 22835494 10214394304875108 2096423920 n
  • 22782348 10214393041403522 141749019 n
  • IMG 4916
  • DSC001
  • IMG 4913
  • DSC021

postur1-1

Mentor-01

outlook1-1

Denmark       United Kingdom

Kóðinn 1.0

Í dag fóru 6. bekkingar ásamt umsjónarkennurum sínum, þeim Guðfinnu og Hólmfríði Helgu, í Ríkisútvarpið og tóku á móti fyrstu micro:bit tölvunum, sem öllum krökkum í 6. og 7. bekk stendur til boða að fá til að læra forritun.

Verkefnið Kóðinn 1.0 er samstarfsverkefni RÚV, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Samtaka iðnaðarins. 

Um það má lesa hér: https://www.mms.is/frettir/kynnir-forritun-fyrir-grunnskolanemum.

Það eru aldeilis spennandi tímar framundan!

Prenta | Netfang

Bókabrall

Fimmtudaginn 13. október tók fyrsti nemendahópur í Háteigsskóla við töskum í Bókabralli. 

Verkefnið Bókabrall er ætlað nemendum í 5. og 6. bekk. Óskað er eftir að fullorðinn einstaklingur í fjölskyldu nemandans taki þátt í Bókabralli. Nemendur velja verkefni í Bókabralli eftir áhuga. Hvert verkefni samanstendur af texta um ákveðið efni og gögnum sem tengjast því.

Í gegnum Bókabrall viljum við hvetja og styrkja aðstandendur til að lesa með börnunum, ræða um lesefnið og taka þátt í verkefnum sem fylgja. Þannig fá þeir tækifæri til að skapa jákvæða upplifun tengda lestri með barninu.

Vonast er til að þátttaka í Bókabralli muni hvetja barnið til að:

  • Lesa meira og um fjölbreyttara efni.
  • Uppgötva og/eða þróa lestur til ánægju.
  • Þróa lestur til að leita upplýsinga.

Heiða Rúnarsdóttir, safnkennari, heldur utan um verkefnið, en Reykjavíkurborg styrkti okkur til að koma verkefninu af stað.

 DSC09845

Prenta | Netfang

Veitingasala á foreldraviðtalsdegi

Þriðjudaginn 11. október komu foreldrar í viðtöl í skólann. Nemendur 6. bekkjar notuðu tækifærið og settu upp veitingasölu í anddyri skólans, til styrktar Laugaferð þeirra næsta vetur. Salan gekk ljómandi vel og var gaman að sjá hversu margir foreldrar gáfu sér tíma í kaffisopann.

veitingasala a foreldravidtalsdegi

Prenta | Netfang

Bleikur dagur

 

Í tilefni dagsins tíndu nemendur til nokkrar bleikar bækur á bókasafninu og stilltu þeim upp:

Bleikur dagur c   

Bleikur dagur d

Prenta | Netfang

Forvarnardagur 12. október

Í dag, 12. október, er forvarnardagurinn. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Allar rannsóknir sýna að besta forvörn fyrir börn er samvera með fjölskyldunni og þátttaka í tómstundastarfi.

Á heimasíðu verkefnisins, http://www.forvarnardagur.is/, er kynning á verkefninu, upplýsingar um rannsóknir og skemmtilegur netratleikur fyrir ungt fólk fætt 1999 - 2002.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102