Denmark       United Kingdom

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl

Kannast þú við tilfinninguna þegar miðinn gamalkunni kemur með barninu? Þú átt að mæta kl. 11:10 og færð heilar 15 mínútur til að ræða við kennarann um allt sem varðar skólagöngu barnsins. Sumir eru í vandræðum með að láta tímann duga en aðrir vita ekkert hvað þeir eiga að tala um.

Þessi listi er hugsaður sem umræðugrundvöllur í foreldraviðtali. Kennarinn krossar við það sem hann vill taka upp í viðtalinu, sendir listann heim til foreldra sem merkja við áherslur sínar og barnið er haft með í ráðum. Listinn er sendur aftur upp í skóla og þegar stundin rennur upp setjast kennari, foreldrar og barn niður og ræða málin skipulega.


Hvernig hefur barnið það í skólanum?
- löngun til að fara í skólann
- mætingar
- samskipti við félagana
- samskipti við kennarana
- kennslustundirnar
- frímínúturnar


Hvernig er bekkjarandinn?


Hvernig vegnar barninu utan skólans?
- fjölskyldan
- vinirnir
- áhugamál
- eftir skólann (einn heima?)
- leiðin í skólann (skólabíllinn)


Hvernig vinnur barnið í skólanum?
- með námsefnið
- skil á heimaverkefnum
- þátttaka í verkefnum, hópvinnu
- hvernig nýtist kennslan


Hvaða námsgreinar viljum við ræða?


Hvernig vinna kennarinn og skólinn?
- kennslan (aðferðir, markmið, innihald o.fl.)
- stuðningskennsla, sérkennsla
- aðrar aðstæður í skólanum


Hvernig geta foreldrar og skóli hjálpast að?
- hjálp heima
- hjálp í bekknum/í skólanum
- aðstoð eða hugmyndir í kennslunni


Annað


(Efni frá Heimili og skóla)

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102