• 22835282 10214394304355095 1156280864 n
  • 22809710 10214393041083514 1336252135 n
  • IMG 4919
  • DSC015
  • IMG 4913
  • IMG 4914

Denmark       United Kingdom

"Bréf til bjargar lífi" nefnist alþjóðleg herferð Amnesty International þar sem einstaklingar víða um heim taka þátt. Þannig safnast milljónir undirskrifta til stuðnings þeim sem brotið er á. Þetta verkefni var kynnt í 10. bekk fyrir áramót og í framhaldi af því gafst unglingum kostur á að skrifa undir áskorun til þeirra sem brjóta á einstaklingum. Þátttakan var einstaklega góð og í dag heimsótti okkur Vala Ósk Bergsveinsdóttir, fræðslustjóri Amnesty International hér á landi, og tók hún á móti undirskriftunum héðan. Þær voru um 600 talsins. Hákon Jan Norðfjörð, formaður nemendaráðs unglingastigs afhenti bréfin. Ef einhverjir fleiri hafa áhuga á að skrifa undir, þá geta þeir smellt á tengilinn hér og skrifað undir bréfin rafrænt.

IMG 0833ab

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102