Denmark       United Kingdom

Öskudagur

Það var mikið fjör hjá börnunum í morgun og allir skemmtu sér vel, eins og sést á myndunum.

IMG 0932a

Á fimmtudag og föstudag, 15. og 16. febrúar, er vetrarfrí. Ótalmargt er í boði á vegum borgarinnar, eins og sést hér: http://reykjavik.is/frettir/vetrarfri-i-grunnskolunum-15-19-februar, en svo má líka bara slaka á heima hjá sér við lestur, spil eða annað skemmtilegt.

Sjáumst aftur hress og kát á mánudaginn kemur.

Prenta | Netfang

Öskudagsfjör

Á morgun, öskudag, verður mikið um að vera í skólanum.

Kl. 8:30 byrja nemendur 1. - 7. bekkjar hjá kennurum sínum, en eftir morgunhlé verður ótalmargt í boði, eins og andlitsmálning og fléttur, karókí, hryllingshús, sirkusskóli, þrautabrautir í íþróttahúsi, spákona, dans og sprell, núvitund, spil og fleira. Daginn enda nemendur hjá umsjónarkennurum sínum og fá þar að borða áður en haldið er heim, en viðvera nemenda verður frá kl. 8:30 - 12:20. Nemendur 1. - 4. bekkjar fara þá í Halastjörnu - þ.e. þeir sem eru skráðir þar. Þennan morgun munu flestallir nemendur unglingastigs vinna að sjálfstæðum verkefnum í verkhring, en nokkrir þeirra ætla að sjá um sirkusskólann og hryllingshúsið. 

Kl. 13 hefst síðan kennararáðstefna í Hörpu á vegum Skóla- og frístundasviðs.

Við vonum að þessi tilraun okkar takist vel.

Prenta | Netfang

Sigurvegarar í skák

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák hófst í gær, 12. febrúar, með keppni 1. - 3. bekkjar. Alls skráðu sig 17 sveitir til keppninnar.

Leikar fóru þannig að sveit Háteigsskóla hlaut fyrsta sætið, með 22 stig.

Í sigurliðinu voru þeir Jósef Omarsson í 1. bekk, Markús Orri Jóhannsson í 3. bekk, Antoni Paszek í 2. bekk, Robert Kaleviqi í 1. bekk og Óli Steinn Thorstensen í 2. bekk. Liðstjóri var Lenka Ptásníková.

Hjartans hamingjuóskir með sigurinn!

27657622 10155639861193096 680329586176905568 n

Prenta | Netfang

Lesið fyrir leikskólabörn

Á föstudaginn heimsóttu 5. bekkingar leikskólana í hverfinu, Klambra, Nóaborg og Stakkaborg. Tilgangurinn var að lesa fyrir elstu leikskólabörnin. Þetta gekk einstaklega vel og allir voru glaðir. 

27950797 10159995042645261 1171525736 o

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102