Denmark       United Kingdom

- G -

Góða veislu gjöra skal
Færeyskt vikivakalag / Þjóðkvæði

Góða veislu gjöra skal,
þá ég geng í dans,
kveð ég um kóng Pípín
og Ólöfu dóttur hans. 

Stígum fastar á fjöl,
spörum ei vorn skó. 
Guð mun ráða
hvar við dönsum næstu jól.

- Aftur á textavalsíðu -

Vináttan
Hjálmar Freysteinsson / Lag: Vem kan segla

Gulli´ og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

- Aftur á textavalsíðu -

Myndin hennar Lísu  (hlusta á lagið)
Lag og texti: Olga Guðrún Árnadóttir

Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,
grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.
Hvítt fyrir börn sem biðja um frið,
biðja þess eins að mega lifa eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?

Taktu þér blað, málaðu á það
mynd þar sem allir eiga öruggan stað.
Augu svo blá, hjörtu sem slá,
hendur sem fegnar halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.

Gult fyrir sól....

- Aftur á textavalsíðu -

Fólkið í blokkinni
Ólafur Haukur Símonarson

Guðmundur góði gaf fulla flösku af blóði,
hann er með ótrúlega sjaldgæft blóð.
Sigurður sæti, sendill hjá Ágæti,
hann yrkir ógeðslega væmin ljóð.
Jónmundur jaki vann jólamót í blaki,
hann fór að hágráta þar sem hann stóð.

Við búum öll í sömu blokk í Hólunum;
okkar blokk er langmest skreytt á jólunum
þó sumir standi aldrei upp úr stólunum.
Er það ekki skítið hvað sumir segja lítið?
Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið.

 

Hermundur Hansson (hann mun vera Fransson),
lætur sig dreyma um amerískan skrjóð.
Vernharður Vífill (sem vill heita Fífill),
hann ræktar jurtir sem drekka nautablóð.
Steingrímur sterki stal eplinu af Berki
og segir að ávextir spilli vorri þjóð.

Loftur Loftsson heitir besti vinur minn.
Hann bý hérna á loftinu með hundinn sinn.
Og hundurinn er þrjóskari en déskotinn.
Er það ekki skrítið hvað sumir segja lítið?
Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið.

 

Valgerður Vala vinnur við að tala.
Hún svarar í síma alveg spreng lafmóð,
svo þegir hún heima og hamast við að gleyma;
vill helst ekki heyra nokkurt einasta hljóð.
Kristmundur kennó, kennir ensku í menntó,
á sumrin fer hann einn á Njáluslóð.

Pabbi minn hann Tryggvi selur tryggingar.
Þú tryggir ekki löngu brunnar byggingar.
Hann pabbi segir: Lífið hefur skyggingar.
Er það ekki skrítið hvað sumir segja lítið?
Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið!

 

Geirmundur grimmi, hann gæti verið krimmi;
hann grýtti fölskum tönnum út á lóð.
Konan, hún Karin, kvaðst víst verða farin
því karlinn hann á engan lífeyrissjóð.
Og dóttirin Dóra drekkur marga bjóra,
digur sem fjallkona og alltaf lafmóð.

Við búum öll í sömu blokk í Hólunum;
okkar blokk er langmest skreytt á jólunum
þó sumir standi aldrei upp úr stólunum.
Er það ekki skítið hvað sumir segja lítið?
Þeir vakna bara í bítið í sjálfskaparvítið.

 

- Aftur á textavalsíðu -

Göngum, göngum  

Göngum, göngum, göngum upp í gilið,
gljúfrabúann til að sjá.
Þar á klettasillu svarti krummi
sínum börnum liggur hjá.
Bomm, bomm...

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

 

Vináttan

Hjálmar Freysteinsson / Lag: Vemkan segla

Gulli´ og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102