Denmark       United Kingdom

- S -

Aftur heim
Þórunn Erna Clausen/Sigurjón Brink

Sagt er að ég sé algjört flón.
Ég hugsa með mér hvað það var sem gerðist.
En ekkert grænna grasið er
annars staðar en hjá þér, það veit ég vel.

     En ó, ó, ó, þá finn ég ró,
     nú kem ég, nú kem ég heim.

     Því að lífið mín bíður,
     komdu með í ferðalag,
     saman sjá munum bjartan dag.
     Tíminn hann líður hratt,
     ég vil bara komast aftur heim.

Sagt er að ég sé dáldið flón,
flýti mér til þín og þrái að heyra
hlátrasköllin þín á ný,
er ég aftur til þín sný. Þú ert mér allt.

    En ó, ó, ó...

Já, enginn veit hvað koma skal,
en tíminn stendur ekki í stað
og við getum enduruppgötvað
þá gömlu þrá.

     Lífið mín bíður,
     komdu með í ferðalag,
     saman sjá munum bjartan dag.
     Tíminn hann líður hratt.
     ég vil bara komast aftur heim.

     Því að lífið mín bíður,
     komdu með í ferðalag,
     saman sjá munum bjartan dag.
     Já, tíminn líður hratt,
     ég vil bara komast aftur heim.
     Já, aftur heim.

- Aftur á textavalsíðu -

Bibbidí bobbidí bú
Mark David / Al Hoffman – Náttfari

Salaga-dúla-menika-búla
bibbidí-bobbidí-bú.
En hvað það þýðir það veit ekki neinn,
bibbidí-bobbidí-bú.

Salaga-dúla-menika-búla
bibbidí-bobbidí-bú.
Þetta er geimið sem gaman er að,
bibbidí-bobbidí-bú.

Æskan er létt í lund,
leikur sér hverja stund.
Syngur og dansar sérhvern dag
seiðandi dillandi lag.

Salaga-dúla-menika-búla
bibbidí-bobbidí-bú.
En hvað það þýðir það veit ekki neinn,
bibbidí-bobbidí-bú,
bibbidí-bobbidí, bibbidí-bobbidí,
bibbidí-bobbidí-bú.

- Aftur á textavalsíðu -

Seltjarnarnesið
Þórbergur Þórðarson / Bjarni Guðmundsson

 

Seltjarnarnesið er lítið og lágt,
lifa þar fáir og hugsa smátt.
:,: Aldrei líta þeir sumar né sól,
sál þeirra er blind eins og klerkur í stól. :,:

 

Konurnar skvetta úr koppum á tún,
karlarnir vinda segl við hún.
:,: Draga þeir marhnút í drenginn sinn,
Duus kaupir af þeim málfiskinn. :,:

 

Kofarnir ramba þar einn og einn,
ósköp leiðist mér þá að sjá.
:,: Prestkonan fæddist í holtinu hér
hún giftist manni sem hlær að mér. :,:

 

Já, Seltjarnarnesið er lítið og lágt,
lifa þar fáir og hugsa smátt.
:,: Á kvöldin heyrast þar kynjahljóð:
"Komið þér sælar, jómfrú góð." :,:

 

- Aftur á textavalsíðu -

Þungt ymur þorrinn
Írskt lag/ Jónas Árnason

Sestu hérna, sonur,
sestu mér hjá
meðan þungt ymur þorrinn
þekjunni á.

Þungt ymur þorrinn,
þrengir að með snjó.
Komdu og sestu hérna, sonur.
Þei, þei og ró.

Upp í æfistigann
árin bera þig;
sú kemur, kemur tíðin
að kveður þú mig.

Hvert sem leið þín liggur
á landi eða sjó,
sýndu óvild engum manni
þei, þei og ró.

Liggi lítilmagninn
lágt í öskustó
reisi hönd þín hann á fætur
þei, þei og ró.

Engan órétt þoldu;
aldrei láttu þó
þínu hjarta hatrið spilla
þei, þei og ró.

Þungt ymur þorrinn
þrengir að með snjó.
Komdu og sestu hérna, sonur.
Þei, þei og ró.

- Aftur á textavalsíðu -

Með þér
Bubbi Morthens

Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og líta aldrei við.
Með þér vil ég verða gamall og ganga lífsins veg
með þér er líf mitt ríkara - með þér er ég bara ég.

Menn segja ég sé breyttur og syngi um börnin og þig
ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig.
Eitt mátt þú vita - ég elska þig meira en lífið sjálft
ég trúi án þín mitt líf væri hvorki heilt né hálft .

Með þér er vorið yndislegt og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljós, koss og stök rós.

- Aftur á textavalsíðu -

Líttu sérhvert sólarlag  (Hlusta á lagið)
Bragi Valdimar Skúlason

Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn – og þögnin hverfur alltof fljótt.

En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt – aldrei nær að græða grund.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund – því fegurðin í henni býr.

- Aftur á textavalsíðu -

Siggi var úti
Norskt þjóðlag / Jónas Jónasson

Siggi var úti með ærnar í haga
allar hann hafði þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga
vissi hann að lágfóta dældirnar smó.

Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti.
Gagg, gagg, gagg segir tófan á grjóti.
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti,
aumingja Siggi hann þorir ekki heim.

- Aftur á textavalsíðu -

Signir sól
Gunnar M. Magnússon

Signir sól sérhvern hól.
Sveitin klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð,
blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag.
Fuglar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð,
syngja börnin góð.

- Aftur á textavalsíðu -

Bahama  
Veðurguðirnir

Síðan þú fórst hef ég verið með magakveisu.
Skildir ekkert eftir nema þessa peysu.
Verst finnst mér þó að núna ertu með honum.
Veistu hvað hann hefur verið með mörgum konum?

Svo farðu bara, mér er alveg sama.
Ég þoli ekki svona barnaskóladrama.
Ég ætla að pakka í töskurnar og flytja til
Bahamaeyja, Bahamaeyja,
Bahamaeyja, Bahama.

Allar stelpurnar hér eru í bikíní
og ég er búinn að gleyma peysuflíkinni.
Ég laga hárið og sýp af stút,
búinn að gleyma hvernig þú lítur út.

Í spilavítinu kasta ég teningum,
í fyrsta sinn á ég helling af peningum.
Borga með einhverju korti frá þér
sem ég tók alveg óvart með mér
til Bahamaeyja, Bahamaeyja,
Bahamaeyja, Bahama.
Bahamaeyja, Bahamaeyja,
Bahamaeyja, Bahama.

Alla daga ég sit hér í sólinni,
minnugur þess þegar ég var í ólinni.
Þú sagðir mér þá að þrífa og þvo,
meðan í takinu hafðir tvo.

Núna situr þú eftir í súpunni,
ófrísk og einmana, alveg á kúpunni.
Og þennan söng hef ég sér til þín ort
og ég vona að ég fái kort
til Bahamaeyja, Bahamaeyja,
Bahamaeyja, Bahama.
Bahamaeyja, Bahamaeyja,
Bahamaeyja, Bahama.

- Aftur á textavalsíðu -

Þetta er nóg
Lopez / Ágústa Eva Erlendsdóttir

Sjá snjóinn glitra á fjallinu í nótt,
ekkert fótspor hér að sjá.
Eitt einsemdar konungsríki
og ég virðist, drottningin.
Vindurinn gnauðar eins og ólgan inni í mér,
gat ei byrgt það inni en ég reyndi samt.

Hleyp þeim ei inn, lát þau ei sjá.
Vertu góða stelpan sem þú varst.
Feldu, bældu, seg þeim ei frá,
en þau vita það þá.

Þetta er nóg, þetta er nóg!
Get ei lengur haldið í mér.
Þetta er nóg, þetta er nóg!
Ég sný burt og skelli á eftir mér.
Mig varðar ei hvað þau segja við því.
Látið geysa storm,
því kuldinn hann hefur ei háð mér neitt.

Það er merkilegt hvað fjarlægð
gerir allt svo ofursmátt
og hræðslan sem hafði tökin
virðist missa allan mátt.
Ég þarf að sjá hvað ég get gert
og reyn‘á verk mín umtalsvert
og boð og bönn ei halda mér.
Ég er frjáls!

Þetta er nóg, þetta er nóg!
Uppi í himni eins og vindablær.
Þetta er nóg, komið nóg!
Og tár mín enginn sér fær.
Hér ég stend og hér ég verð.
Látið geysa storm.

Minn máttur þyrlast gegnum loftið nið‘rá jörð.
Mín sál er hringiða úr frosnum brotamyndum gjörð.
Ein hugsun kristalla sem ískalt sprengigos.
Ég aldrei aftur sný.
Það var sem eitt sinn var.

Þetta er nóg, þetta er nóg!
Og ég rís eins og morgunsól.
Þetta er nóg, þetta er nóg!
Þessi þæga stelpa fór.
Hér ég stend ein um bjartan dag.
Látið geysa storm.

Kuldinn hann hefur ei háð mér neitt.

- Aftur á textavalsíðu -

Sjá, vetur karl
R. Freedman — Tryggvi Þorsteinsson

Sjá, vetur karl er vikinn frá,
og vorið komið er,
út því hugur stefnir,
eins og vera ber.

Upp til fjalla oftast þá
æskan glaðvær fer,
en ellin segir bara:
Þetta er ungt og leikur sér.

Ef þú átt frí, út skaltu, því
inni að húka í einum kút
er ekkert vit, nei farðu út.

Ef þú átt frí, út skaltu, því
það eflir þig og gleður
og yngir þig á ný.

- Aftur á textavalsíðu -

Úr Hulduljóðum
Jónas Hallgrímsson / Atli  Heimir Sveinsson

Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt 

muna hvort öðru' að segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástarsælan, því ástin hans
allstaðar fyllir þarfir manns.

Faðir og vinur alls, sem er!
annastu þennan græna reit;
blessaðu, faðir! blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley! sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig;
hægur er dúr á daggarnótt;
dreymi þig ljósið, sofðu rótt!

- Aftur á textavalsíðu -

Heylóarvísa
Þýskt þjóðlag / Jónas Hallgrímsson

Snemma lóan litla í
lofti bláu „dírrindí“
undir sólu syngur:
„lofið gæsku gjafarans –
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.

Ég á bú í berjamó,
börnin smá í kyrrð og ró
heima’ í hreiðri bíða;
mata ég þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.“

Lóan heim úr lofti flaug
(ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu)
til að annast unga smá –
alla étið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu!

- Aftur á textavalsíðu -

Kvæðið um fuglana
Atli Heimir Sveinsson / Davíð Stefánsson

Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka' úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri' í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís. 

- Aftur á textavalsíðu -

Snjókorn falla
Ókunnur höfundur

Snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt,
snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt,
nú er skemmtilegt að líta
okkar landið kalda hvíta,
snjókorn falla nú til jarðar eitt og eitt.

Syngjum æ, æ, hopp og hí og hæ
svo það hljómi í þorpi, borg og bæ,
inn í dölum uppi á fjöllum
ómar loft af hlátrasköllum,
syngjum æ, æ, hopp og hí og hæ.

- Aftur á textavalsíðu -

Sól sól skín á mig
S. Gilmark — Magnús Pétursson og Sveinbjörn Einarsson

Sól, sól skín á mig
ský, ský burt með þig.
Gott fyrir sólina’ að gleðja sig
sól, sól skín á mig.

Sólin er risin, sumar í bænum,
sveitirnar klæðast feldinum grænum.
Ómar allt lífið af yndi og söng
unaðsbjörtu dægrin löng.

Sól, sól skín á mig...

- Aftur á textavalsíðu -

Sólin skín og skellihlær
Þýskt þjóðlag

Sólin skín og skellihlær,
við skulum syngja lag.
Vetur kaldur var í gær,
en vorið kom í dag.

Fallerí, fallera,
fallerí, fallera-ha-ha-ha-ha-ha,
fallerí fallera,
en vorið kom í dag.

- Aftur á textavalsíðu -

Álfareiðin
Erlent lag / H. Heine (Jónas Hallgrímsson þýddi)

Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg –
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra og bar þá að mér skjótt,
:,: og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. :,:

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund –
hornin jóa gullroðnu blika við lund –
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
:,: fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng. :,:

Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
:,: Eða var það feigðin, sem kallar að mér? :,:

- Aftur á textavalsíðu -

Meðan sumar framhjá fer
Magnús Eiríksson

Sumar eldsnöggt framhjá fer,
bráðum komið hrímkalt haust.
Einn er að koma, þá annar fer,
og ekkert varir endalaust.

Ég er að vona að vegur beinn
nú vilji fara að birtast mér.
Og sannur vinur víst sá er
sem kaffibollann færir þér,
-sem kaffibollann færir þér.

Hart er þessum heimi í,
helstefnan við völd.
Ég vakna miðjum morgni í,
samt finnst mér vera komið kvöld.

Leggstu hér, mig langar til
að faðma þig að mér.
Við skulum eiga ljúfa stund
á meðan sumar framhjá fer,
-á meðan sumar framhjá fer.

Sumar eldsnöggt framhjá fer,
bráðum komið hrímkalt haust.
Einn er að koma, þá annar fer,
og ekkert varir endalaust.

Leggstu hér, mig langar til
að faðma þig að mér.
Við skulum eiga ljúfa stund
á meðan sumar framhjá fer,
- á meðan sumar framhjá fer.
 

- Aftur á textavalsíðu -

Betri tíð

Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason

Sumarið er komið,
svona' á það að vera,
sólin leikur um mig  
algjörlega bera. (la, la, la, la, la.....)

Ég sit hér út’ í garði,
það sér mig ekki nokkur,
ég gleymdi víst að kynna
kallinn minn hann Binna,
það munar sko um minna,
hann er rosakokkur.

Bráðum kemur ekki betri tíð,
því betri getur tíðin, 
því betri getur tíðin ekki orðið.
Bráðum kemur ekki betri tíð
þá verður uxahryggjasúpan, nei,
sveppahalasúpan, nei,
uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpan
sett á borðið, stofuborðið, borðstofuborðið, 
þarna mundi ég orðið,
a ha, ó-húm, u-hu.

Veturinn er grimmur,
gaf mér fáa kosti,
svo ógurlega dimmur,
með alltof miklu frosti.

En nú er komið sumar
og sólin bræddi hrímið,
en hvað er ég að hugsa, 
nú þarf ég fyrr en varir
að fara að far’ í spjarir, það er matartími.

Bráðum kemur ekki betri tíð...

- Aftur á textavalsíðu -

Sumri hallar
Íslenskar þjóðvísur / Íslenskt þjóðlag

Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar:
hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.

Girnast allar elfur skjól
undir mjallarþaki.
Þorir varla´ að sýna sól
sig að fjallabaki.

Verður svalt því veður' er breytt,
vina, eins og geðið.
Þar sem allt var áður heitt
er nú kalt og freðið.

- Aftur á textavalsíðu -

Vikivakar
Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum

Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
- draumalandið himinheiða - hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

A a ...

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin
-mundu að það er stutt hver stundin - stopult jarðneskt yndið þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

A a ...

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma - segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

A a ...

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

- Aftur á textavalsíðu -

Sorgarsöngur Karíusar og Baktusar
Hulda Valtýsdóttir / ThorbjörnEgner

 Svangir bræður sitja hér,
sælan löngu liðin er.
Enga ögn er hér að fá,
ekki þarf að því að gá.

Bágt er okkar búi í,
basl og eymd og sultur því
allt sem fyrr var sætt og gott,
sömuleiðis er á brott.

- Aftur á textavalsíðu -

Bíólagið
Egill Ólafsson / Valgeir Guðjónsson

Svarti Pétur ruddist inn í bankann
með byssuhólk í hvorri hönd.
Heimtaði með þjósti peningana   
og bankastjórann hneppti í bönd.

„Upp með hendur, niður með brækur,
peningana, ellegar ég slæ þig í rot,
haltu kjafti, snúðu skafti,
aurinn eins og skot!“

Svarti Pétur brölti upp á jálkinn
og þeysti burt með digran sjóð.
Þeir eltu hann á átta hófa hreinum
auk Nonna, sem rakti slóð.

„Upp með hendur, niður með brækur,
peningana, ellegar ég slæ þig í rot,
haltu kjafti, snúðu skafti,
aurinn eins og skot!“     

:,:Hesma þúsma mesma
vosma kasma isma?
Hesma þúsma mesma vosma? Já! :,:

Þeir náðu honum nálægt Húsafelli
og hengd'ann upp í næsta tré.
Réttlætið það sigraði að lokum
og bankinn endurheimti féð.

„Upp með hendur, niður með brækur,
peningana, ellegar ég slæ þig í rot,
haltu kjafti, snúðu skafti,
aurinn eins og skot!“ 

- Aftur á textavalsíðu -

Vorkvöld í Reykjavík
Evert Taube / Sigurður Þórarinsson

Svífur yfir Esjunni sólroðið ský,
sindra vesturgluggar sem brenni í húsunum.
Viðmjúk strýkur vangana vorgolan hlý,
vaknar ástarþráin í brjóstum á ný.

Kysst á miðju stræti er kona ung og heit,
keyra rúntinn piltar sem eru í stelpuleit.
Akrafjall og Skarðsheiði, eins og fjólubláir draumar.
Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík.

- Aftur á textavalsíðu -

Syngjandi geng ég allsstaðar
Írskt þjóðlag/: Jónas Árnason

Syngjandi hér, syngjandi þar,
syngjandi geng ég alls staðar
sí og æ, æ og sí,
aldrei fæ ég nóg af því.

:,: Einu sinni ég átti kú. :,:
Hún sagði ekki mö, heldur bú, bú, bú.
Já, býsna skrýtin var kýrin sú.
Syngjandi hér ...

:,: Einu sinni ég átti geit. :,:
Hún fékkst aldrei til að fara á beit,
því feimin hún var og undirleit.

Syngjandi hér ...

:,: Ég átti hrút, og hann var grár. :,:
Svo skipti hann um lit, og eftir ár
hann orðinn var næstum því fjólublár.

Syngjandi hér ...

:,: Ég átti líka hund sem oft svaf fast. :,:
og þegar rigndi og það var hvasst,
þá fékk hann alltaf gigtarkast.

Syngjandi hér ...

:,: Ég átti klár sem Kappi hét. :,:
Og ef ég hnakk minn á hann lét,
hann út af lagðist og stundi og grét.

Syngjandi hér ...

:,: Ég átti fugl sem í búri bjó. :,:
Hann aldrei söng, jafnvel ekki þó
að undir væri leikið á píanó.

Syngjandi hér ...

:,: Ég átti kött sem var klókur og vís. :,:
Hann aldrei nennti að eltast við mýs,
en át bara kökur og rjómaís.

Syngjandi hér ...

- Aftur á textavalsíðu -

Suðurnesjamenn
Ólína Andrésdóttir / Sigvaldi Kaldalóns

Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn.
Ekki var að spauga með þá Útnesjamenn.

Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn.

Ekki er að spauga með íslenskt sjómannsblóð,
ólgandi sem hafið og eldfjallaglóð.

Sagt hefur það verið ...

Gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar
ekki nema ofurmennum ætlandi var.

Sagt hefur það verið...

- Aftur á textavalsíðu -

Sagan af Gutta
Bellman /Stefán Jónsson

Sögu vil ég segja stutta,
sem að ég hef nýskeð frétt.
Reyndar þekkið þið hann Gutta.
Það er alveg rétt.
Óþekkur er ætíð anginn sá,
út um bæinn stekkur hann
og hoppar til og frá.
Mömmu sinni unir aldrei hjá
eða gegnir pabba sínum. Nei, nei, það er frá.
Allan daginn út um bæinn
eilíf heyrast köll í þeim:
Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti, komdu heim.

Andlitið er á þeim stutta
oft sem rennblautt moldarflag.
Mædd er orðin mamma hans Gutta,
mælir oft á dag:
Hvað varst þú að gera, Gutti minn ?
Geturðu aldrei skammast þín
að koma svona inn?
Réttast væri að flengja ræfilinn.
Reifstu svona buxurnar
og nýja jakkann þinn?
Þú skalt ekki þræta, Gutti,
það er ekki nokkur vörn.
Almáttugur! en sú mæða að eiga svona börn.

Gutti aldrei gegnir þessu,
grettir sig og bara hlær,
orðinn nærri að einni klessu undir bíl í gær.
Ofan af háum vegg í dag hann datt.
Drottinn minn! Og stutta nefið
það varð alveg flatt,
eins og pönnukaka.  Er það satt?
Ójá, því er ver og miður,
þetta var svo bratt.
Nú er Gutta nefið snúið,
nú má hafa það á tröll.
Nú er kvæðið næstum búið.
Nú er sagan öll.

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102