Denmark       United Kingdom

- A -

Stafrófsvísur
Franskt þjóðlag/tilbrigði Mozarts / Gunnar Pálsson í Hjarðarholti

A, b, c, d, e, f, g,
eftir kemur h, i, j, k.
L, m, n, o, einnig p
ætli ég q þar standi hjá.

R, s, t, u, v, eru þar næst
x, y, z, þ, æ, ö,
allt stafrófið er svo læst
í erindi þessi lítil tvö. 

- Aftur á textavalsíðu - 

Stökur

Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín,
þangað vil ég fljúga.

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann,
Þarna siglir einhver inn
ofur lítil dugga.

Einu sinni átti ég hest
ofurlítið skjóttan.
Það var sem mér þótti verst
þegar dauðinn sótti hann.

Einu sinn átti ég hest
ofurlítið rauðan,
það var sem mér þótti verst
þegar mamma sauð hann.

Sigga litla systir mín
situr úti í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Rúnki fór í réttirnar
ríðandi á honum Sokka.
Yfir holt og hæðirnar
hann lét klárinn brokka.

Litla Jörp með lipran fót
labbar götu þvera.
Hún skal seinna á mannamót
mig í söðli bera.

Fuglinn segir bí, bí ,bí
bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.

Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.

Einu sinni átti ég hest
ofurlítið rauðan,
það var sem mér þótti verst
þegar mamma sauð hann.

Nú er úti veður vott
verður allt að klessu.
Ekki fær hann Grímur gott
að gifta sig í þessu.

- Aftur á textavalsíðu -

Afmælisvísur (Háteigsskóli á afmæli 15. nóvember)
Atli Heimir Sveinsson  / Þórarinn Eldjárn (textinn aðlagaður skólanum)

Afmæli þú átt í dag,
út af því við syngjum lag.
Sama daginn sem er nú
sannarlega byggðist þú.
:,: Til hamingju með heilladaginn þinn, Háteigsskóli minn.:,:

Allt þér gangi vel í vil,
vertu áfram lengi til.
Allt þér verði hér í hag.
Höldum upp á þennan dag.
:,: Til hamingju með heilladaginn þinn,
Háteigsskóli minn.:,: 

- Aftur á textavalsíðu -

Allir hafa eitthvað til að ganga á
Ólafur Haukur Símonarson

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Fíllinn hefur feitar tær,
ljónið hefur loppur tvær,
músin hefur margar smáar,
en ormurinn hefur ansi fáar.

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Fiskurinn hefur fína ugga,
flóðhesturinn engan skugga,
krókódíllinn kjaftinn ljóta,
sá er klár að láta sig fljóta.

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

Á vængjunum fljúga fuglarnir,
á fótunum ganga trúðarnir,
á hnúunum hendast aparnir,
á rassinum leppalúðarnir.

Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.

- Aftur á textavalsíðu -

Allir hanar gala
Erlent lag /Ómar Ragnarsson

:,: Allir hanar, gala, allir hanar, gala,
vindhaninn galar ei.
Vindhaninn galar ei segi ég, ónei. :,:

:,: Þetta litla ljúfa, ljúfa, ljúfa lag
ég leik og syng í dag. :,: 

:,: Allir boltar velta, allir boltar velta,
strauboltinn veltur ei.
Strauboltinn veltur ei segi ég, ónei. .:,:

Þetta litla...

:,: Allir fiskar synda, allir fiskar synda,
plokkfiskur syndir ei.
Plokkfiskur syndir ei segi ég, ónei. :,:

Þetta litla...

:,: Allir karlar hlaupa, allir karlar hlaupa,
járnkarlar hlaupa ei.
Járnkarlar hlaupa ei segi ég, ónei. :,:

Þetta litla...

:,: Allir jaxlar tyggja, allir jaxlar tyggja,
grænjaxlar tyggja ei.
Grænjaxlar tyggja ei segi ég, ónei .:,:

Þetta litla...

- Aftur á textavalsíðu -

Vísur Vatnsenda-Rósu
Íslenskt þjóðlag/Jón Ásgeirsson / Skáld-Rósa

Augun mín og augun þín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.

Langt er síðan sá ég hann,
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða má einn mann,
mest af lýðum bar hann.

Þig ég trega manna mest,
mædd af táraflóði.
Ó, að við hefðum aldrei sést
elsku vinurinn góði.

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102