Denmark       United Kingdom

- H -

Sigling  (hlusta á lagið (á 0:50))
Friðrik Bjarnason/Örn Arnarson

Hafið bláa hafið, hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur,
bíða mín þar æsku draumalönd.

Beggja skauta byr
bauðst mér ekki fyrr.
Bruna þú nú bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni er haf og himinninn.

- Aftur á textavalsíðu -

Dýravísur
Þjóðvísa , Matthías Jochumson, höfundur ókunnur / Jón  Leifs

Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.

Verður ertu víst að fá
vísu, gamli Jarpur.
Aldrei hefur fallið frá
frækilegri garpur.

Hani, krummi...

Gefðu ungum gæðingum
græna tuggu' á morgnunum.
Launa þeir með léttfærum,
lipru, sterku fótunum.

Verður ertu...

Hani, krummi...

- Aftur á textavalsíðu -

Aravísur (hlusta á lagið)
Stefán Jónsson /Ingibjörg Þorbergs

Hann Ari er lítill.
Hann er átta ára ,,trítill"
með augu svo falleg og skær.
Hann er bara sætur,
jafnvel eins, er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.

En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara:
- Mamma af hverju er himininn blár?
- Sendir Guð okkur jólin?
- Hve gömul er sólin?
- Pabbi, því hafa hundarnir hár?

Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurninga suð:
- Hvar er sólin um nætur?
- Því er sykurinn sætur?
- Afi, gegndu, hver skapaði Guð?

- Hvar er heimsendir amma?
- Hvað er eilífðin, mamma?
- Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
- Því er afi svo feitur?
- Því er eldurinn heitur?
- Því eiga ekki hanarnir egg?

Það þykknar í Ara,
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór,
svo heldur en þegja,
þau svara og segja:
Þú veist það, er verðurðu stór.

Fyrst hik er á svari,
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
- Þið eigið að segja mér satt.

- Aftur á textavalsíðu -

Söngur dýranna í Týról
Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson

Hann fór í veiðiferð í gær,
hann Úlfgang bóndi.
Hann skildi húsið eftir autt
og okkur hér.
Við erum glöð á góðri stund
og syngjum saman
stemmuna sem hann Helmút kenndi mér.

:,: Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur, fyrir löngu.
Hófu saman búskap hér og sjá.

Jorú-lori-lo-í-hí,
jorú-lori-lo-ú-hú,
mjá, mjá, mjá, mjá
a-ha ha.

Jorú-lori-lo-í-hí,
jorú-lori-lo-ú-hú,
mjá, mjá, mjá, mjá, mjá. :,:
mjá, mjá, mjá, mjá, mjá.

- Aftur á textavalsíðu -

Og þá stundi Mundi
Jónas Árnason  / írskt þjóðlag

Hann Mundi á sjóinn í fyrsta sinn fór
á fjórtánda árinu, lítill og mjór.
Og það sem hann dró hirti húsbóndi hans
og hét því að koma honum þannig til manns.

Og þá stundi Mundi:
„Þetta er nóg! Þetta er nóg!
Ég þoli ekki lengur
að þvælast á sjó.―

Hjá Munda var lítið um leik eða hvíld.
Hann lenti eftir fermingu norður á síld
og síðan á línu og síðan á net
og síðan á línu og aftur á net.

Og þá stundi Mundi:

Til fimmtugs hann þraukaði, en þá fékk hann slag,
og það gerðist einmitt á sjómannadag.
Og sungið var þá eins og sungið er enn
um særokna, vindbarða Hrafnistu-menn.

Og þá stundi Mundi:

- Aftur á textavalsíðu -

Ó, María, mig langar heim
Ólafur Gaukur / Erlent lag

Hann sigldi út um höfin blá í sautján ár
og sjómennsku kunni hann upp á hár.
Hann saknaði alla tíð stúlkunnar
og mynd hennar stöðugt í hjarta hann bar.

Ó, María, mig langar heim,
ó, María, mig langar heim,
því heima vil ég helst vera,
ó, María, hjá þér.

Í höfnum var hann hrókur mikils fagnaðar
hann heillaði þar allar stúlkurnar.
En aldrei hann meyjarnar augum leit
það átti ekki við hann að rjúfa sín heit.

Ó, María.....

Svo kom að því hann vildi halda heim á leið,
til hennar, sem sat þar og beið og beið.
Hann hætti til sjós tók sinn hatt og staf
og heimleiðis sigldi um ólgandi haf.

Ó, María.....

En fleyið bar hann aldrei heim að fjarðarströnd.
Hann ferðast ei meira um ókunn lönd.
En María bíður og bíður enn,
hún bíður og vonar hann komi nú senn.

Ó, María.....

- Aftur á textavalsíðu -

Hann Tumi fer á fætur  
W.A.Mozart/Freysteinn Gunnarsson

Hann Tumi fer á fætur
við fyrsta hanagal,
að sitja yfir ánum
lengst inn í Fagradal.

Hann lætur hugann líða
svo langt um dali og fjöll
því kóngur vill hann verða
í voða stórri höll.

Og Snati hans er hirðfífl
og hrútur ráðgjafinn,
og smalahóll er höllin,
en hvar er drottningin?

- Aftur á textavalsíðu -

Jörðin okkar
Michael Jackson/Elín Halldórsdóttir

Hefurðu hugsað
um okkar jörð
hvort að við gleymum
kannski að standa um hana vörð?

Vatnið er óhreint,
himinninn grár,
því skal ei meir leynt,
jafnvel fjöllin fella tár.

Hefur nokkur áður sagt þér
frá þeirri hættu sem hér er
hefur nokkur áður hvatt þig
til þeirrar skyldu sem þér ber?

a.a.a.a.a.....

Tíminn hann líður,
mengunin vex,
mannfólkið bíður,
kannski það vakni klukkan sex.

Þetta er ekki
framtíðin beint,
betra ég þekki
og ég uni þessu seint.

Hversu mikið sem hún grætur,
hversu saltur sjórinn er,
hversu svo sem veðrið lætur
núna hlusta öllum ber.

Ég átti mér draum
um bjarta framtíð fyrir þig.
En gefum því gaum.
Guð lýstu upp veginn fyrir mig.

a.a.a.a..........

Hvað um mig og þig..

a.a.a.a.a.........

- Aftur á textavalsíðu -

Enga fordóma
Pollapönk

Hey! Lífið er of stutt
fyrir skammsýni.
Úr vegi skal nú rutt
allri þröngsýni.

Hlustið undireins
:
Inn við bebebebebebe ...
beinið erum við eins
.
Og það bobobobobo-borgar
sig að brosa.

Burtu með fordóma
og annan eins ósóma.
Verum öll samtaka,
þið verðið að meðtaka.
Þótt ég hafi talgalla
þá á ekki að uppnefna.
Þetta er engin algebra,
öll erum við eins.

Hey! Hvort sem þú ert stór

eða smávaxin.
Hvort sem þú ert mjór
eða feitlaginn.

Hlustið undireins:
Inn við bebebebebebe ...
beinið erum við eins.
Og það bobobobobo-borgar
sig að brosa.

Burtu með fordóma ...
Bababababab ...

Burtu með fordóma ...
Lalalalalalalala ...

Burtu með fordóma ...

- Aftur á textavalsíðu -

Nornin
Ólafur Haukur Símonarson

Hér í næstu íbúð
bý norn með svartan kött;
á næturnar hún flýgur um á priki.
Hún les í kristalskúlu
og leggur Tarotspil
og leysir margra vanda fyrir lítið.

Hún er svört á brún og brá
með bjöllu á stórutá
og hvössum augum horfir hún
á þá sem ganga hjá.

Hún er vinur minn,
nornin með kolsvarta köttinn sinn.
Hún er vinur minn,
nornin með flugkústinn sinn.

Hún ástardrykki blandar
og eldar galdragraut
og andaglösin hreyfir fyrir lítið.
Hún drauma þína ræður
og dregur stjörnukort;
er þetta ekki dularfullt og skrítið?

Hún er svört á brún og brá
með bjöllu á stórutá
og hvössum augum horfir hún
á þá sem ganga hjá.

Hún er vinur minn,
nornin með kolsvarta köttinn sinn.
Hún er vinur minn
nornin með flugkústinn sinn.

- Aftur á textavalsíðu -

Gamla myllan
Kristján frá Djúpalæk / Magnús Sigmundsson

Hér sérðu myllu við myllulækinn
og mynd af poka
í mylluhúsinu við myllulækinn.

Og hér er músin, sem mjöli rændi
í mylluhúsinu við myllulækinn.

Sjá vondu kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
í mylluhúsinu við myllulækinn.

Og einnig hundinn, sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
:,: í mylluhúsinu við myllulækinn. :,:

Hér er stóra kýrin,
sem stangaði hundinn, sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
:,: í mylluhúsinu við myllulækinn. :,:

Og hér er ungfrú með augu blá,
sem mjólkar kúna, sem minnst var á,
sem stangaði hundinn, sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
:,: í mylluhúsinu við myllulækinn. :,:

Hér sérðu drenginn frá Djúpuá,
sem kyssti ungfrú með augu blá,
sem mjólkar kúna, sem minnst var á,
sem stangaði hundinn, sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
:,: í mylluhúsinu við myllulækinn. :,:

Hér sérðu prestinn sem píslir þjá,
sem vígði drenginn frá Djúpuá,
sem kyssti ungfrú með augu blá,
sem mjólkar kúna, sem minnst var á,
sem stangaði hundinn, sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
:,: í mylluhúsinu við myllulækinn. :,:

Hér sérðu hanakarl Hoppátá,
sem vakti prestinn sem píslir þjá,
sem vígði drenginn frá Djúpuá,
sem kyssti ungfrú með augu blá,
sem mjólkar kúna, sem minnst var á,
sem stangaði hundinn, sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
:,: í mylluhúsinu við myllulækinn. :,:

Hér á blaði má bóndann sjá
sem ól upp hanakarl Hoppátá,
sem vakti prestinn sem píslir þjá,
sem vígði drenginn frá Djúpuá,
sem kyssti ungfrú með augu blá,
sem mjólkar kúna, sem minnst var á,
sem stangaði hundinn, sem hrelldi kisu,
sem veiddi mýslu, sem mjöli rændi
:,: í mylluhúsinu við myllulækinn. :,:

- Aftur á textavalsíðu -

Sumardagur (hlusta á lagið)
Ómar Guðjónsson

Hita vantar í húsið,
hlýju og yl í hjarta.
Komdu aftur til mín
elsku sólin mín bjarta.

Loksins vindurinn blæs,
sólin sjaldnar sést.
Heyr'ei í fuglunum syngja,
þeir flugu á brott.

Sumardagur svo ljúfur,
svo heiður, svo hlýr,
sem og hugurinn með.
Litirnir breytast svo hratt,
þeir dofna og fölna
sem og hugurinn með.

Skjótt skipast veður í lofti,
fegurðin hverfur svo fljótt.
Ó, ef ég kem til þín
í faðm þinnheitan.

Haustlauf falla af trjánum,
horfinn er skýlaus dagur.
Birtan hún hverfur skjótt
sem og fuglinn minn fagur.

- Aftur á textavalsíðu -

„Híf opp", æpti karlinn
Jónas Árnason / enskt þjóðlag

„Híf opp―, æpti karlinn,
„inn með trollið, inn.
Hann er að gera haugasjó,
inn með trollið, inn."

Og kalli þessu hásetarnir
hlýddu eins og skot
og út á dekkið ruddust þeir
en fóru strax á flot.

„Híf opp―...

Í eldhúsinu ástandið var
ekki heldur gott
því kokkurinn á hausinn stakkst
í stóran grautarpott.

„Híf opp―...

Og gegnum brotnar rúðurnar
í brunni aldan óð
svo kallinn alveg klofblautur
í köldum sjónum stóð.

„Híf opp―...

En veðurgnýrinn kæfði loksins
alveg öskur hans
og trollið sjálft var löngu farið
allt til andskotans.

„Híf opp―...

- Aftur á textavalsíðu -

Hláturinn lengir lífið  (hlusta á lagið)
Ómar Ragnarsson / Ortega

Hláturinn lengir lífið
og lyftir geði tregu,
þó sumir hæli hátt – haha
og sumir hlæi lágt – haha.
Hver með sínu nefi,
hlær á ýmsa vegu.
Hlæja verður margur
þó gamanið sé grátt.

En flestir hlæja aha haha ha,
margir hlæja oho hoho ho,
sumir hlæja ihi hihi hi,
fleiri hlæja uhu huhu hu,
nokkrir hlæja ehe hehe he,
fáir hlæja éhé héhé hé.
Grýla hún hlær íhíhíhíhí,
tröllin hlæja ohohohohohohohoho.

Hláturinn er af mörgum
og margvíslegum gerðum.
Sumir hlæja hratt hahahahah,
sumir hægt og breitt hehehe
sumir hlæja í hljóði
en sumir nið‘rí herðum.
Sumir hlæja seint
og sumir hlæja aldrei neitt.

En flestir hlæja…

Miklum hrossahlátri
hlæja sumir karlar,
sumir hlæja skrækt,
sumir eins og ær,
sumir drynja rokur,
í öðrum heyrist varla,
en sumir taka bakföll
og skella sér á lær.

En flestir hlæja…

- Aftur á textavalsíðu -

Vinurinn
Ingó og Veðurguðirnir

Hlustið kæru vinir,
ég skal segja ykkur sögu
um einn mann sem allir ættu að kannast við.
Þið þekkið þennan bita
og þið ættuð öll að vita
að hann er miklu, miklu, miklu betri en þið.

Ég sé hann oft á daginn
og mig dreymir
hann á nóttunni
og er hann birtist hrekk ég bara í kút.
Ég veit um fullt af konum
sem að sofa svo hjá honum
út af peningum og fríum ferðum út.

Hann var besti vinur minn!
En nú er hann farinn
og ég finn
engan annan eins og hann,
þennan mann.

Þið ættuð öll að þekkj‘ ann
og ég er ekki að blekkja
er ég segi að hann sé svalur eins og ís.
Og þó að hann sé tregur
og hreint ekki myndarlegur,
þá er konan hans eitt heljar mega skvís.

Ég sé þau oft á daginn
fara gangandi um bæinn
og þau leiðast eins og menntaskólapar.
Ég get ekki opnað blöðin
því það er nú meiri kvöðin
að sjá mynd af honum nánast alls staðar.

Hann var besti vinur minn..

Að lokum vil ég segja
bara eitt um þennan peyja,
hann er ekki sami maður og hann var.
Á okkar skólagöngu
fyrir langa, langa löngu
við lékum okkur nánast alls staðar.

En núna er hann svona
og ég bíð bara og vona
að hann breytist, en það gerist ekki neitt.
Hann býr við fræga götu,
hefur sungið inn á plötu
fullt af lögum sem að fjall‘ um ekki neitt.

Hann var besti vinur minn..

- Aftur á textavalsíðu -

Mundu eftir mér (hlusta á lagið)
Greta Salóme Stefánsdóttir

Hún syngur hljótt í húminu,
harmaljóð í svartnættinu.
Í draumalandi dvelur sá
sem hjarta hennar á.

Hann mænir út í myrkrið svart
og man þá tíð er allt var bjart.
Er hún horfin, var það satt
að ástin sigri allt?

Og seinna þegar sólin vaknar,
sameinast á ný
þær sálir tvær sem áður skildu,
ástin veldur því.

Mundu eftir mér, þegar morgunn er hér,
þegar myrkrið loks á enda er.
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
að ég trúi því, að dagur renni á ný.

Hún minnist þess við mánaskin
er mættust þau í síðasta sinn.
Hann dreymir hana dag og nótt,
að hún komi til hans skjótt.

Og seinna þegar sólin vaknar,
sameinast á ný
þær sálir tvær sem áður skildu,
ástin veldur því.

:,: Mundu eftir mér, þegar morgunn er hér,
þegar myrkrið loks á enda er.
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
að ég trúi því, að dagur renni á ný. :,:

Því ég trúi því, að dagur renni á ný.

Já, ég trúi því, að dagur renni á ný.

- Aftur á textavalsíðu -

Húsið og ég
SSSÓL

Húsið er að gráta alveg eins og ég.
Da-ra-ra-ra-ra, o-ó.
Það eru tár á rúðunni
sem leka svo niður veggina.

Gæsin flýgur á rúðunni,
eða er hún að fljúga á auganu á mér?
Ætli húsið geti látið sig dreyma,
ætli það fái martraðir?

Hárið á mér er ljóst,
þakið á húsinu er grænt,
ég Íslendingur, það Grænlendingur.

Mér finnst rigningin góð,
la-la-la-la-la, o-ó.
Mér finnst rigningin góð,
la-la-la-la-la, o-ó.

Einu sinni fórum við í bað
og ferðuðumst til Balí.
Við heyrðum í gæsunum og regninu.
Það var í öðru húsi, það var í öðru húsi.
Það var í öðru húsi,
það á að flytja húsið í vor.

Mér finnst rigningin góð......

- Aftur á textavalsíðu -

Fönn, fönn, fönn
Stuðmenn

Hvað er það sem fellur svona af himnum ofan?
Láttu' ekki eins þú vitir ekki hvað það er.
Hvað er það sem hylur litla fjallakofa?  Ekta íslensk fönn.

Hvað er það sem litlu blómin blunda undir?
Ég hef bara' ekki grænan grun um hvað það er.
Hvað er það sem fýkur yfir hæð og grundir?  Ekta íslensk fönn.

:,: Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. :,:   Ekta íslensk fönn.

Hvað er það sem safnast upp í háa skafla?
Æ, hættu elsku besti' að gera gys að mér.
Hvað er það sem börnin vaða upp að nafla?   Ekta íslensk fönn.

:,: Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. :,:   Ekta íslensk fönn.

:,: Fönnin, fellur, af himnum o‘ná jörð. :,:

Hvað er það sem minnir mig á jólasveina?
Hvað er það sem veldur góðum geðbrigðum?
Það er þetta eina sanna hvíta hreina.  Ekta íslensk fönn.

:,: Fönn, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn. :,:   Ekta íslensk fönn.

- Aftur á textavalsíðu -

Gunnuvísur
Olga Guðrún Árnadóttir

Hvað vill hún Gunna með gamlar spýtur
og glás af nöglum í stórri krús?
Í rifnum buxum og rjóð í kinnum
hún rogast með þetta á bak við hús.
Í einu horni í arfabeði
ætlar hún Gunna að byggja höll,
með hundrað gluggum og háum turnum
svo hafi hún útsýni um dal og fjöll.

        Er hún bíng-bæng, díng-dæng,
        klikkedí-klikkedí klíng-klæng,
        er hún Gunna orðin svona glúrin?
        Bíng-bæng, díng-dæng,
        klikkedí-klikkedí klíng-klæng,
        er hún Gunna orðin svona ofboðslega            
        klíng-klæng klár?

Svo hamast Gunna með hamar þungan
og hittir oftast á réttan stað,
og þó að fingurnir þvælist undir
þá þýðir ekkert að fást um það.
Að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði
er besta ráð fyrir hallarsmið,
og Gunna syngur með sára fingur
og sagar áfram og út á hlið.

         Er hún bíng-bæng, díng-dæng...

Abrakadabra! Í arfabeði
upp rís nú draumahöllin fín
og teygir angana út og suður
og inn um gluggana sólin skín.
Og montin loks upp á mæni situr
hin mikla prinsessa af Arfahöll.
Því Gunna er frábær og fingravitur,
nú fögnum, lát heyra húrraköll!

          Er hún bíng-bæng, díng-dæng...

- Aftur á textavalsíðu -

Hvar er húfan mín?
Thorbjörn Egner / Kristján frá Djúpalæk

Hvar er húfan mín?
Hvar er hempan mín?
Hvar er falska, gamla, fjögurra gata flautan mín?
Hvar er úrið mitt?
Hvar er þetta og hitt?
Hvar er bláa skyrtan, trefillinn og beltið mitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu þvottaskál,
sérðu þráð og nál?
Sérðu hnífinn, sérðu diskinn og mitt drykkjarmál?
Sérðu pottana
og seglgarnsspottana?
Sérðu heftið sem ég las um hottintottana?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu töskuna,
sérðu flöskuna?
Sérðu eldinn, sérðu reykinn, sérðu öskuna?
Hvar er peysan blá,
hvar er pyngjan smá?
Hvar er flísin sem ég stakk í mína stórutá?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Hvar er hárgreiðan,
hvar er eldspýtan?
Hvar Kasper, hvar er Jesper, hvar er Jónatan?
Þetta er ljótt að sjá,
alltaf leita má.
Hvar er kertið sem við erfðum henni ömmu frá?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

- Aftur á textavalsíðu -

Haustvísa
Belgískt þjóðlag – Herdís Egilsdóttir þýddi

Hvert er horfið laufið
sem var grænt í gær?
Þótt ég um það spyrji
verð ég engu nær
Blöðin grænu hafa visnað,
orðin gul og rauð
Ef ég horfi miklu lengur
verður hríslan auð.

 

Nú er ís á vatni
sem var autt í gær.
Yfir landið hélugráum
ljóma slær.
Ég brýt heilann um það –segðu mér
hvað heldur þú?
Kemur haustið fyrst á morgun?
Er það komið nú?

 

Nú er grettin jörðin
eins og gamalt skar.
Sjást nú gráar hærur
þar sem grasið var.
Yfir fyrrum gróna bala
liggja frosin spor.
Ég verð kuldatíð að þola
þar til kemur vor.

- Aftur á textavalsíðu -

 

Jón í Kassagerðinni

Hæ! Ég heiti Jón
og ég vinn í kassagerðinni.
Einn daginn kom forstjórinn til mín
og sagði: Hæ, Jón, ertu upptekinn?
Ég sagði nei og sneri skífunni
                             með hægri hendinni.
.............................með vinstri hendinni.
.............................með hægri fætinum.
.............................með vinstri fætinum.
.............................með höfðinu.
Ég sagði já!

- Aftur á textavalsíðu -

Hættu að gráta hringaná
Íslenskt þjóðlag / Jónas Hallgrímsson

Hættu að gráta hringaná,
heyrðu ræðu mína.
Ég skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki þína.

Hættu að gráta hringaná,
huggun er það meiri.
Ég skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki fleiri.

Hættu að gráta hringaná,
huggun má það kalla.
Ég skal gefa þér gull í tá,
þó Grímur taki þær allar.

- Aftur á textavalsíðu -

Höfuð herðar ...

Höfuð, herðar, hné og tær
hné og tær.
Höfuð, herðar, hné og tær
hné og tæ...r.
Augu, eyru, munnur og nef.
Höfuð, herðar, hné og tær
hné og tær.

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102