Denmark       United Kingdom

- F -

Faðir Abraham
Höfundur ókunnur

Faðir Abraham og hans synir,
og hans synir, faðir Abraham,
og þeir átu kjöt
og þeir drukku öl
og þeir skemmtu sér mjög vel.

Hægri hönd / vinstri hönd / hægri fótur / vinstri fótur / og höfuðið með.

- Aftur á textavalsíðu -

Óskasteinar
Bardos Lajos / Hildigunnur Halldórsdóttir

Fann ég á fjalli fallega steina.
Faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ég man ei óskina neina.
Er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.

Gersemar mínar græt ég ei lengur
gæti þær fundið telpa eða drengur.
Silfurskæra kristalla með grænu og gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.

- Aftur á textavalsíðu -

Foli, foli fótalipri
Hildigunnur Halldórsdóttir / Þjóðlag frá Lettlandi

:,: Foli, foli fótalipri
flýttu þér nú heim að bæ. :,:
:,: Tra-rí ral-la-la,
flýttu þér nú heim að bæ. :,:

:,: Heima mun þín heyið bíða,
en hjá mömmu koss ég fæ. :,:
:,: Tra-rí ral-la-la,
en hjá mömmu koss ég fæ. :,:

:,: Herðir hlaupin hlaupagarpur
hreint ei telur sporin sín. :,:
:,: Tra-rí ral-la-la
hreint ei telur sporin sín. :,:

:,: Aldrei hef ég heldur, Jarpur,
hafrastráin talið þín. :,:
:,: Tra-rí ral-la-la
hafrastráin talið þín. :,:

- Aftur á textavalsíðu -

Fram í heiðanna ró
Friðrik A. Friðriksson

Fram í heiðanna ró fann ég bólstað og bjó
þar sem birkið og fjalldrapinn grær.
Þar er vistin mér góð, aldrei heyrist þar hnjóð,
þar er himininn víður og tær.

Heiðarbóli ég bý,
þar sem birkið og fjalldrapinn grær.
Þar er vistin mér góð, aldrei heyrist þar hnjóð,
þar er himinninn víður og tær.

Mörg hin steinhljóðu kvöld upp í stjarnanna fjöld
hef ég starað í spyrjandi þrá.
Skyldi’ ei dýrðin í geim bera’ af dásemdum þeim
sem vor draumfagri jarðheimur á.

Heiðarbóli ég.................

- Aftur á textavalsíðu -

Frost er úti fuglinn minn
 Sig. Júl. Jóhannesson/Enskt lag

Frost er úti fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið allt?

En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér,
að biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér.

- Aftur á textavalsíðu -

Sumargestur
Ásgeir Trausti

 

Fuglinn minn úr fjarska ber
fögnuð vorsins handa mér.
Yfir höfin ægi-breið
ævinlega – flýgur rétta leið.

 

Tyllir sér á græna grein,
gott að hvíla lúin bein,
ómar söngur hjartahlýr,
hlusta ég á – lífsins ævintýr.

 

Fús ég þakka fuglinn minn
fyrir gleði-boðskapinn,
þessa ljúfu tæru tóna - tóna.

 

Þegar haustar aftur að
af einlægni ég bið um það
að mega syngja sönginn þinn,
sumargestur – litli fuglinn minn.

 

Fús ég þakka fuglinn minn
fyrir gleði-boðskapinn,
þessa ljúfu tæru tóna - tóna.

 

Þú átt athvarf innst í sál,
ó, að ég kynni fuglamál
skyldi ég lag á lúftgítarinn prjóna.

 

- Aftur á textavalsíðu -

Í Hlíðarendakoti
Friðrik Bjarnason / Þorsteinn Erlingsson

Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrítnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.

Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á,
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag,
eða syngja kvæði.

Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102