Denmark       United Kingdom

- M -

Danska lagið
Eyjólfur Kristjánsson

Manstu fyrir langa löngu?
Við sátum saman í skólastofu.
Ég dáði þig en þú tókst ekki eftir mér,
ekki frekar en ég væri krækiber.

Þú varst alltaf best í dönsku.
Það fyllti hinar stelpurnar vonsku
þegar kennarinn kallaði á þig til sín
og lét þig syngja á dönsku fyrir okkur hin.

Ó, ég mun aldrei gleyma
hve fallega þú söngst, þú söngst:

Der bor en bager på Norregade.
Han bager kringler og julekage.
Han bager store, han bager små.
Han bager nogle med sukker på.

Og i hans vindu' er sukkersage
og heste-, grise-, og peberkager.
Og har du penge så kan du få,
men har du inge så kan du gå.

Og svo mörgum árum seinna,
þá lágu leiðir okkar beggja
til útlanda, þar sem fórum við í háskóla.
Við lærðum söng og héldum saman tónleika.

Og eina stjörnubjarta kvöldstund,
ég kraup á kné, ó, hve létt var þín hönd.
Þú sagðir já, kysstir mig og nú erum við hjón
og eigum littla Gunnu og lítinn Jón.

En ég mun aldrei gleyma
hve fallega þú söngst, þú söngst:

Der bor en bager ...

- Aftur á textavalsíðu -

Marsbúa cha cha cha
Sigurður Jónsson / Erlent lag

Marsbúarnir þeir lentu í gær,
þeir komu á diski með ljósin skær.
Þeir reyndu að kenna mér
smá rokk og ska,
en það besta var samt cha cha cha.

Þeir eru gulir, með hvítar tær,
og kunna dansana frá því í gær.
Þeir elska perur og banana
en samt elska þeir mest cha cha cha.

Og þeir keyra um sólkerfið kátir
og koma við þar sem þeirra er þörf.
Þeir eru báðir “kúl” og eftirlátir
og kenna okkur góð og gagnleg störf.
Til dæmis að drekka súkkulaði,
borga gamlar skuldir,
slappa af í baði og allt.

Marsbúarnir þeir hafa stæl,
þeir geta dansað bæði á tá og hæl.
þeir kunna rúmbu og smá samba
en samt kunna þeir best cha cha cha.

Þeir gera þetta, þeir gera hitt,
allt þar til gestirnir garga á spritt
þeir gera vel við barþjónana,
en samt gera þeir best cha cha cha.

Og þeir keyra um sólkerfið kátir
og koma við þar sem þeirra er þörf.
Þeir eru báðir “kúl” og eftirlátir
og kenna okkur góð og gagnleg störf.
Til dæmis að drekka súkkulaði,
borga gamlar skuldir,
slappa af í baði og allt.

- Aftur á textavalsíðu -

Álfadans
Færeyskt vikivakalag / Jón Ólafsson

Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.

   Bregðum blysum á loft
   bleika lýsum grund.
   Glottir tungl og hrín við hrönn
   og hratt flýr stund.

Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt hér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.

Komi hver sem koma vill
komdu nýja ár.
Dönsum dátt á svelli,
dunar ísinn blár.

- Aftur á textavalsíðu -

Eitt lag enn
Hörður G. Ólafsson  / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Með þér - verð ég eins og vera ber,
alveg trylltur, kemst í takt við þig, 
þú tælir mig.
Ég fer - eftir því sem augað sér,
þegar hugur girnist heimta ég, 
verð hættuleg.

  Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér
  þreytist enginn, 
  þú skalt dansa það sem eftir er.
  Einn takt til! Tónar leika sér að
  því sem heillar mig 
  og hæfir beint í hjartastað.

Hjá mér - engin spurning um það er,
þegar mætumst við á miðri leið, 
ég magna seið.
Það er - ofsa fjör sem fylgir þér,
svo ég einhvern veginn umturnast, 
fæ æðiskast.

  Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér
  þreytist enginn, 
  þú skalt dansa það sem eftir er.
  Einn takt til! Tónar leika sér að
  því sem heillar mig 
  og hæfir beint í hjartastað.

Ég er frjáls í faðmi þér,
við förum hvert sem er.
Látum töfra lífsins 
tak' af okkur völd. 

  Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér
  þreytist enginn, 
  þú skalt dansa það sem eftir er.
  Einn takt til! Taflið snýst um það eitt
  að við höldum áfram hraðar,
  hikum aldrei neitt.

Að við höldum áfram, hraðar nú
Hikum aldrei, ég og þú, - við neitt.

- Aftur á textavalsíðu -

Meistari Jakob

:,: Meistari Jakob :,:   
:,: sefur þú? :,:
:,: Hvað slær klukkan? :,:
:,: Hún slær þrjú. :,:

Portúgalska
Estás dormindo, estás dormindo?
Frei João, Frei João
 :,: Vai tocar o sino :,:
:,: Dlim, dlim, dlão. :,:

Enska
Are you sleeping, are you sleeping,
Brother John, brother John,
:,: Morning Bells are ringing, :,:
:,: Ding ding dong. :,:

Spænska
¡Martinillo! ¡Martinillo!
¿Dónde está? ¿Dónde está?
:,: Toca la campana, :,:
:,: Din, don , dan. :,:

Pólska
Panie Janie, Panie Janie,
Rano wstań, Rano wstań.
:,: Wszystkie dzwony biją :,:
:,: Bim, bam, bom. :,:

Franska
Frére Jacques, Frére Jacques
dormez-vous ?, dormez-vous ?
:,: Sonnez les matines :,:
:,: din, din, don ! :,:

Danska
Mester Jacob, Mester Jacob,
sover du ?, sover du ?
:,: Hörer du ej klokken ? :,:
:,: Bim, bam, bum ! :,:

Eistneska
Sepapoisid, sepapoisid,
teevad tööd, teevad tööd,
:,: taovad tulist rauda, ,:,:
:,: päeval ööl. :,:

Víetnamska
Kìa con bướm vàng, kìa con bướm vàng.
Xòe đôi cánh, xòe đôi cánh.
:,: Tung cánh bay năm ba vòng. :,:
:,: Ra mà xem. :,:

Tagalog
Kuya Juan, Kuya Juan,
Natutulog ka pa? Natutulog ka pa?
:,: Ang kampana'y tumutunog :,:
:,: Ding dang dong. :,:

- Aftur á textavalsíðu -

Móðir mín í kví, kví
Þjóðlag/Úr þjóðsögum

Móðir mín í kví, kví,
kvíddu ekki því, því,
:,: ég skal ljá þér duluna mína,
duluna mína að dansa í. :,:

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102