Denmark       United Kingdom

- J -

Skammarsöngur Soffíu frænku
Thorbjörn Egner/ Þýð: Kristján frá Djúpalæk

Ja fussum svei, ja fussum svei,
mig furðar þetta rót.
Í hverju skoti skúm og ryk
og skran og rusl og dót,

en Jesper skal nú skítinn þvo
og skrapa óhroðann
og hann má því næst hlaupa út
að hjálpa Jónatan.

En Kasper brenni kurla skal
og kynda eldinn vel,
af heitu vatni hafa nóg
ég heldur betra tel.

Því Jesper bæði og Jónatan
senn ég í baðið rek
og vilji þeir ei vatnið í
með valdi þá ég tek.

Því andlit þeirra eru svört,
já, eins og moldarflag,
og kraftaverk það kalla má
að koma þeim í lag.

Ef sápa ekki segir neitt
ég sandpappír mér fæ
og skrapa þá og skúra fast
uns skítnum burt ég næ.

- Aftur á textavalsíðu -

Hífum í, bræður
Írskt þjóðlag / Jónas Árnason

Já,  líf okkar sjómanna sæluríkt er.
            Híf  í,  allir sem  einn. 
Það  bætir hvern  mann,
eins og  best sést á  mér.
            Hífum í, bræður allir sem  einn. 

Í æsku ég hafinu hönd mína gaf,
            Híf í, allir sem einn.
er bölvaður hákarlinn beit hana af. 
            Hífum í, bræður allir sem einn. 

Í stormi hjá Kúbu varð stórbóman laus
            Híf í, allir sem einn.
og féll síðan beint í minn brothætta haus.
            Hífum í, bræður allir sem einn.

Í Kína þeir brutu mitt konunganef
             Híf í, allir sem einn. 
 og nú er það allt annað nef, sem ég hef. 
             Hífum í, bræður allir sem einn. 

Í Ríó ég stunginn með rýtingi var
            Híf í, allir sem einn.
og augað ég missti á Madagaskar.
            Hífum í, bræður allir sem einn.

Og þessi mín löpp hún er fúin og veik
             Híf í, allir sem einn.
 en hin er þó skárri því hún er úr eik.
             Hífum í, bræður allir sem einn.

 Ég kvarta samt ekki, þó kaupið sé lágt, 
             Híf í, allir sem einn. 
 því sól skín í heiði og hafið er blátt.
             Hífum í, bræður allir sem einn.

- Aftur á textavalsíðu -

Vorsöngur Ídu (Hlusta á lagið)
Böðvar Guðmundsson / Georg Riedel

Já, vittu til, staðhæfir vorið,
að vetrinum þoka ég hjá.
Þótt enn bíði blómin í blundi
og bleik séu úthagans strá,
ég vildi þau vekja og hressa
en veit það er fullsnemmt um sinn
því geri ég holur í hjarnið
og hleypi þar sólinni inn.

Svo leysi ég vatnið í læki
og lokka fram bullið í þeim
og kalla á kríurnar léttu
að koma og flýta sér heim,
ég hristi af greinunum hrímið
svo hreiðurstað fuglarnir sjá
og skýin af himninum hreinsa
um heiðloftin skínandi blá.

 

Og grænjaxlar vorsins og gróður
ég gef síðan börnum að sjá.
Úr vorblómsins bikar þá bergir
ein blómfluga röndótt og smá,
svo bý ég til bala og rjóður
sem börnin finna með þökk
:,: og helli loks heiðríku sumri
á hlaup þeirra leiki og stökk. :,:

 

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102