Denmark       United Kingdom

- T -

Dýrð í dauðaþögn
Júlíus Aðalsteinn Róbertsson / Ásgeir Trausti Einarsson

Tak mína hönd,
lítum um öxl, leysum bönd.
Frá myrkri martröð sem draugar vagga' og velta,
lengra, lægra, oft vilja daginn svelta.

Stór, agnarögn,
oft er dýrð í dauðaþögn.
Í miðjum draumi sem heitum höndum vefur,
lengra, hærra á loft nýjan dag upphefur.

Finnum hvernig hugur fer,
fram úr sjálfum sér.
Og allt sem verður, sem var og sem er,
núna.

Knúið á dyr,
og upp á gátt sem aldrei fyrr.
Úr veruleika sem vissa ver og klæðir,
svengra, nær jafnoft dýrðardaginn fæðir.

- Aftur á textavalsíðu -

Takk
Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright (texti örlítið breyttur)

Takk fyrir mömmu
og takk fyrir pabba minn,
takk fyrir vinina
og kærleikann þinn.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

Takk fyrir skólann
og takk fyrir krakkana,
takk fyrir alla
sem passa upp á mig.

Takk fyrir brauðið
og takk fyrir ostinn,
já, takk fyrir mjólkina,
takk fyrir mig.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

Takk fyrir fuglana,
takk fyrir fiskana,
takk fyrir kisu
sem leikur við mig.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

- Aftur á textavalsíðu -

Lítil skref  (hlusta á lagið)
Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson

Tek lítil skref
og reyni að gleyma,
gleyma því sem þú sagðir.

Lítil skref
og stari út í myrkrið,
geng hægt í áttina frá þér.

Eftir langri slóð,
langri slóð.

Tek lítil skref
en held alltaf áfram,
held áfram í áttina frá þér.

Lítil skref
og mun ekki stoppa,
held áfram í áttina frá þér.

Og ég verð heil á ný,
heil á ný.

Tek lítil skref,
en held alltaf áfram,
held áfram í áttina frá þér.

Tek lítil skref,
en þegar ég horfi til baka,
sé ég þig varla í fjarska,
sé bara langa slóð,
langa slóð.

Tek lítil skref,
en held alltaf áfram,
held áfram í áttina frá þér.

Lítil skref
og mun ekki stoppa,
held áfram í áttina frá þér.

Og ég verð heil á ný,
heil á ný.

Tek lítil skref,
en held alltaf áfram,
held áfram í áttina frá þér.

Eftir langri slóð,
langri slóð.

Tek lítil skref,
en held alltaf áfram,
held áfram í áttina frá þér.

Lítil skref
og mun ekki stoppa,
held áfram í áttina frá þér.

Og ég verð heil á ný,
heil á ný.

Tek lítil skref,
en held alltaf áfram,
held áfram í áttina frá þér.

- Aftur á textavalsíðu -

Gleraugun hans afa
Sigurður Júl. Jóhannesson / Hulda K. Guðjónsdóttir

Til himins upp hann afi fór,
en ekkert þar hann sér.
Því gleraugunum gleymdi hann
í glugganum hjá mér.

Hann sér ei neitt á bréf né bók
né blöðin sem hann fær.
Hann fer í öfug fötin sín
svo fólkið uppi hlær.

Þótt Biblíuna hafi hann
sem hæst í skápnum er,
hann finnur ekki augun sín
og enga línu sér.

Á himnum stúlka engin er
hjá afa, líkt og ég,
sem finni stafinn fyrir hann
og fylgi út á veg.

Hann afi sögur sagði mér
um svartan skógarbjörn,
sem ætti fylgsni úti í skóg
og æti stundum börn.

Því birnir ætu óþæg börn,
-en ekki Nonna og mig.
En þægu börnin þyrftu samt
á þeim að vara sig.

Ó, flýt þér, mamma, og færðu mig
í fína kjólinn minn.
Svo verð ég eins og engilbarn,
fer upp í himininn.

Og reistu stóra stigann upp
og styð við himininn.
Svo geng ég upp með gleraugun,
sem gleymdi hann afi minn.

- Aftur á textavalsíðu -

Ég syng

Tíminn, hlykkjast eins og ormur inni í haus á mér.

Æ, ó, æ, svo ruglingslegur þessi heimur er.
Heilinn á mér í hönk, ég klikkast - samt er allt í lagi, í lagi!

Þú tryllist á takkaborðinu og tjúnar mig í botn með kossaflóðinu.
Ég næ ekki að skrúfa fyrir það
því þú gerir mig alveg snargeggjaða!

Ég syng fyrir þig!

Dúrúrúrúdú dúrú...

Úr takt, er hjarta mitt sem ólmast langt út á hlið.

Æ, er ástin bara venjuleg og ekkert spes?
Heilinn á mér í hönk, ég klikkast - samt er allt í lagi, í lagi!

Þú tryllist á takkaborðinu og tjúnar mig í botn með kossaflóðinu.
Ég næ ekki að skrúfa fyrir það
því þú gerir mig alveg snargeggjaða!

Ég syng fyrir þig!

Dúrúrúrúdú dúrú...

Mér er sama þó að allt ranghvolfist hér.

Ég syng fyrir þig!

Þú tryllist á takkaborðinu og tjúnar mig í botn með kossaflóðinu.

Ég næ ekki að skrúfa fyrir það
því þú gerir mig alveg snargeggjaða!

Ég syng fyrir þig!

Dúrúrúrúdú dúrú...

- Aftur á textavalsíðu -

 

Gleðibankinn
Magnús Eiríksson

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld.
Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum.
Þú tekur kannski of mikið út úr Gleðibankanum.

 :,: Hertu upp huga þinn, hnýttu allt í hnút.
Leggur ekkert inn, tekur bara út .
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum.
Óútleystur tékki í Gleðibankanum.

     Þú skalt syngja lítið lag
     um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
     og láttu heyra að þú eigir lítið gleði hús. 
     Kósí lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
     Þú leggur ekki inn í Gleðibankann tóman blús. :,: 

- Aftur á textavalsíðu -

Tunglið, tunglið taktu mig
Theodóra Thoroddsen / Stefán S. Stefánsson

Tunglið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja.
Hugurinn ber mig hálfa leið
í heimana nýja.

 

Mun þar vera margt að sjá
mörgu hefurðu sagt mér frá,
þegar þú leiðst um loftin blá
og leist til mín um rifinn skjá.
Litla lipurtá. Litla lipurtá.

 

Komdu litla lipurtá
langi þig að heyra.
Hvað mig dreymdi,
hvað ég sá
og kannski sitthvað fleira.
Ljáðu mér eyra.
Ljáðu mér eyra.

- Aftur á textavalsíðu -

 

Tveir kettir
Danskt lag/Hildigunnur Halldórsdóttir

Tveir kettir sátu uppi’ á skáp,
kritte- vitte- vitt- bom- bom
og eftir mikið gón og gláp,
kritte- vitte-vitt- bom- bom.
þá sagði annar: „kæri minn”,
kritte-vitte-vitte-vitte- vitt- bom- bom
„við skulum skoða gólfdúkinn”,
kritte- vitte- vitt- bom- bom.

Og litlu síðar sagði hinn:
kritte-vitte-vitt- bom- bom
„komdu aftur upp á ísskápinn”,
kritte- vitte- vitt- bom- bom.
En í því glas eitt valt um koll,
kritte-vitte-vitte-vitte- vitt- bom- bom
og gerði’ á gólfið mjólkurpoll,
kritte- vitte- vitt- bom- bom.

Þá sagði fyrri kötturinn:
kritte-vitte-vitt- bom- bom
„Æ, heyrðu, kæri vinur minn”,
kritte- vitte- vitt- bom- bom.
„við skulum hoppa niður á gólf”,
kritte-vitte-vitte-vitte- vitt- bom- bom
„og lepja mjólk til klukkan tólf” ,
kritte- vitte- vitt- bom- bom.

- Aftur á textavalsíðu -

 

Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.

 

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102