Denmark       United Kingdom

Áföll

Áfallaráð

Í skólanum er starfandi áfallaráð. Það sér um að gera áætlanir um hvað skuli gera ef upp koma slys, dauðsföll, náttúruhamfarir eða aðrir ámóta atburðir. Slíkar áætlanir eru notaðar sem gátlistar þegar skipuleggja skal áfallahjálp. Taka þarf þó tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð eru ákveðin. Við skipulag áfallahjálpar og viðbragða er mikilvægt að hafa í huga alla þá einstaklinga sem koma að starfi skólans, svo sem nemendur, aðstandendur og starfsmenn. Ef slíkir atburðir eiga sér stað kemur ráðið þegar saman og stjórnar aðgerðum. Meginverkefni ráðsins er upplýsingagjöf til þeirra sem þekkja til þess eða þeirra sem fyrir áfallinu varð og í framhaldi af því skipulagning á stuðningsaðgerðum við þann eða þá sem urðu fyrir áfallinu. Skólastjóri eða staðgengill hans stýrir vinnu ráðsins. Nemendaverndarráð er jafnframt áfallaráð skólans auk ritara. Að ráðinu koma ennfremur prestar hverfisins og sálfræðingur skólans ef þörf er á.

Hvað er áfall?
Áfall er viðbrögð einstaklings eða hóps við atburði sem veldur svo miklu álagi og streitu að utanaðkomandi aðstoð verður að koma til. Meðal erfiðustu áfalla eru þau sem eru óvænt, tilviljanakennd og án nokkurs skiljanlegs tilgangs.

Meðal atburða sem geta valdið áfalli eru: Náttúruhamfarir, dauðsfall, slys, árás, alvarleg meiðsl eða alvarlegur sjúkdómur.

Áfallaáætlun Háteigsskóla.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102