Denmark       United Kingdom

Sjálfsmat

Sjálfsmat - eftirlit með gæðum og árangri

Sjálfsmat hefur tíðkast í Háteigsskóla frá árinu 1999 en fyrsta sjálfsmatsskýrslan var tekin saman vorið 2006. Í skýrslunni er að finna mat á niðurstöðum staðlaðra kannana ásamt mati á stefnumörkun og áhersluatriðum fyrir hvert ár. Skýrslan er að mestu byggð á reglulegu formlegu innra mati á skólanum en í henni er einnig formlegt ytra mat.

Meginuppistaðan í innra mati skólans eru fjórar formlegar kannanir og starf í umbótahópum:

  • Könnun á líðan nemenda í 1. til 3. bekk, 4. til 7. bekk og 8. til 10. bekk. Hvert aldursbil hefur sérstakt könnunar­blað. Könnunin er gerð í lok október ár hvert og er nafnlaus. Kennarar vinna úr könnuninni og athuga vís­bendingar í sínum bekkjum. Þeir eru síðan ábyrgir fyrir fyrstu viðbrögðum. Þeir skila niðurstöðum sínum til fulltrúa skólastjóra sem tekur upplýsingar saman fyrir alla bekki. Meginniðurstöður eru kynntar í sam­ráði, á kennarafundi, á fundi með stjórn foreldrafélags og skólaráðs. Meginniðurstöður eru einnig birtar á heimasíðu skólans. Niðurstöður einstakra hópa og einstaklinga eru teknar fyrir í nemendaverndar­ráði. Ef grunur um einelti vaknar við þessa athugun fer áætlun um einelti í gang sem félagsráðgjafi stýrir. Sjá eineltisáætlun.
  • Skólapúlsinn. Skólapúlsinn er könnun hjá nemendum í 6. – 10. bekk á virkni þeirra, líðan, skóla- og bekkjaranda, sjá http://skolapulsinn.is. Nemendahópnum er skipt í 5 úrtakshópa með um 40 börnum í hverjum hóp, þar sem kynja- og aldursblöndun er jöfn. Í lok vetrar eru því allir nemendur búnir að svara könnuninni. Nemendur svara um 60 spurningum í nafnlausri könnun á netinu og er reynt að velja dag í miðjum mánuði þannig að utanaðkomandi viðburðir hafi sem minnst áhrif á svör þeirra. Í byrjun næsta mánaðar fær skólinn sendar niðurstöður og getur borið þær saman við aðra skóla, milli árganga og kynja og einnig skoðað breytingar í skólanum frá einum tíma til annars. Niðurstöður eru kynntar í kennararáði, á kennarafundi, í skólaráði og með stjórn foreldrafélagsins.
  • Könnun á viðhorfi foreldra er gerð á vegum SFS og Skólapúlsins annað hvert ár. Spurningar eru staðlaðar frá ári til árs og lagðar fyrir úrtak foreldra hvers skóla, en hver skóli getur líka lagt til spurningar þar að auki. Könnunin er nafnlaus. Niðurstöður eru kynntar í kennararáði, á kennarafundi, í skólaráði og með stjórn foreldrafélagsins. Skólastjóri ber ábyrgð á því að unnið sé með athugasemdir sem bæta starfið í skólanum. Gætt er trúnaðar um viðkvæmar athugasemdir sem oft koma fram í könnuninni. Skólastjóri ber ábyrgð á að koma sérstöku hrósi á framfæri til einstakra starfsmanna.
  • Könnun á viðhorfi og líðan starfsmanna fer fram annað hvert ár á vegum Skólapúlsins. Meginniðurstöður eru kynntar í kennararáði, á starfsmannafundi, í skólaráði og með stjórn foreldrafélagsins. Skólastjóri ber ábyrgð á því að unnið sé með athugasemdir sem bætt geta viðhorf og líðan starfsmanna.
  • Skólastjóri skipuleggur umbótavinnu í samráði við kennararáð og kennarafund á hverju hausti. Undanfarin ár hafa fimm til sjö hópar starfað að ýmsum verkefnum. Umbótahópar skila áfanganiðurstöðum á miðjum vetri en lokaskil eru í maí.
  • Dæmi eru um að foreldrar séu beðnir um að svara stuttum könnunum í júní.

Sjálfsmatsskýrsla er tekin saman þegar unnið hefur verið úr þeim könnunum sem gerðar hafa verið. Sjálfsmatsskýrslan skapar grunn að umbótum næsta skólaárs. 

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102