Denmark       United Kingdom

Skólasafn

Skólasafn

Bókasafnið er opið fyrir útlán sem hér segir:

skolasafn 1617

Skólasafn Háteigsskóla er á miðhæð B-álmu. Þar geta allt að 30 nemendur unnið í senn. Á safninu eru átta borðtölvur sem nemendur geta nýtt við verkefnavinnu og prentað út efni sem tengist námi.

Safnkosturinn samanstendur að mestu af skáldritum og fræðiritum. Gögnum safnsins er raðað eftir flokkunarkerfi Dewey, skáldritum eftir höfundum og fræðiritum eftir efni. Á okkar skólasafni eru skáldrit einnig flokkuð gróft eftir efni til að auðvelda nemendum að finna lesefni við hæfi. T.d. eru myndabækur og léttar lestrarbækur merktar með grænni doppu á kili og skáldrit sem samin eru með eldri lesendur í huga merkt með rauðri doppu og aðeins ætluð nemendum í 7. bekk og upp úr.

Skólasafnið er opið nemendum og fjölskyldum þeirra. Flestir nemendur skrá gögn sem þeir fá að láni í sjálfsafgreiðslukerfi safnsins. Meginregla útlána er að hver nemandi hafi tvær bækur í láni í senn, eina í skólastofu og aðra til heimalesturs. Til viðbótar er hægt að fá lánuð gögn í tengslum við nám s.s. hljóðbækur, kjörbækur og fræðibækur. Útlánatími er yfirleitt einn mánuður. Mikilvægt er að fara vel með öll gögn. Ef gögn skemmast eða glatast þarf að tilkynna það til starfsmanns skólasafns.

Gögn safnsins eru skráð í miðlægan gagnagrunn. Á síðunni leitir.is er hægt að kanna hvort ákveðin gögn séu til. Einnig er hægt að skoða hvaða gögn einstaklingur er með í útláni. Til að komast inn í kerfið þarf að skrá notendanafn (kennitölu) og leyniorð. Notandi með bókasafnsskírteini hjá Borgarbókasafni nýtir viðkomandi leyniorð. Ef einstaklingur á ekki leyniorð er hægt að útbúa það á skólasafni.

Starfsemi skólasafnsins mótast m.a. af aðalnámskrá í upplýsinga- og tæknimennt frá 2013 og óskum kennara um samstarf. Hver árgangur í 1.-7. bekk fær tvær kennslustundir á skólasafni á viku. Árgöngum er yfirleitt skipt í 3-4 hópa. Fyrir utan fasta tíma á töflu geta kennarar pantað tíma fyrir hópa eða komið með bekk á safnið. Mikilvægt er að skólasafnið sé þægilegur vinnustaður. Það á að ganga rólega um safnið og sýna öðrum tillitsemi. Þegar nemendur virða umgengnisreglur er hægt að hafa safnið opið öðrum nemendum þrátt fyrir að hópur sé í kennslustund á safninu.

Heiða Rúnarsdóttir grunnskólakennari og upplýsingafræðingur

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102