Denmark       United Kingdom

Líðan nemenda

Líðan nemenda

Frá níunda áratug síðustu aldar hefur líðan nemenda í skólanum verið könnuð á hverju hausti.

Umsjónarkennari leggur fyrir blað með örfáum spurningum þar sem reynt er að fá mynd af því hvernig börnunum líður við mismunandi aðstæður og hvort eitthvað eða einhver sé að angra þau. Könnunin er nafnlaus.

Umsjónarkennarinn grípur oft tækifærið til að fá meiri umræður í bekknum um samskipti og samveru, þó alltaf séu þær umræður í gangi allan veturinn og sífellt sé verið að reyna að bæta líðan nemendanna.

Niðurstöður eru lagðar fyrir umsjónarkennara, stjórn skólans, nemendaverndarráð og eineltisteymi og ákveðið hvort fara þurfi í einhverjar frekari aðgerðir til að bæta líðan nemenda.

Hér eru niðurstöður frá nóvember 2018:

2.-3. bekkur                 4.-7. bekkur                 Unglingastig                Samanburður á milli ára

Auk þessa hófum við þátttöku í Skólapúlsinum haustið 2011. Við reynum sífellt að standa okkur eins vel og mögulegt og leitum leiða til að gera betur, sérstaklega ef okkar niðurstöður eru lakari en áður, eða ef aðrir standa sig betur en við. Oftast endurspegla þó niðurstöður tilfinningu okkar fyrir ástandinu. 

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102