Denmark       United Kingdom

Stoðþjónusta

Háteigsskóla ber að sinna öllum nemendum eins vel og kostur er, eins og segir í fyrirmælum grunnskólalaga og námskrám. Þessum fyrirmælum er fylgt í allri almennri kennslu skólans og til þess nýtt þau tæki og vinnuaðferðir sem kennurum og starfsliði er tiltækt á hverjum tíma. Allmargir nemendur víkja svo frá þroska miðað við aldur eða búa við raskanir eða aðstæður sem valda því að þeir geta ekki fylgt jafnöldrum í almennu námi. Þessir nemendur eiga rétt á þjónustu í skólanum sem útheimtir sérkennslu eða umönnun stuðningsfulltrúa. Þeir geta búið við sértækan eða sérgreindan vanda og fá sérstaka úthlutun frá Skóla- og frístundasviði eða þeir geta fallið undir þau skilyrði sem skólinn setur sér á hverjum tíma.

Nemendur sem fá sérstaka úthlutun frá Skóla- og frístundasviði fá einstaklings­áætlun að hausti. Þar kemur fram hvað er í boði fyrir þá í skólanum óháð námstilboðum. Í þessari einstaklingsáætlun koma fram greiningar/greiningaraðilar, nám og námsumhverfi sem skólinn býður upp á, hverjir veita þjónustuna og áætlun um teymisfundi. Þessi einstaklingsáætlun er unnin í samvinnu við foreldra og er endurskoðuð í samstarfi við þá þegar ástæða þykir til.

Þar sem almennt tíma­magn til sérkennslu er í hlutfalli við nemendafjölda en ekki í hlutfalli við skil­greinda þörf þá er skólanum skylt að forgangsraða. Forgangsröðunin fer eftir niður­stöðum í þeim prófum og könnunum sem skólinn hefur til umráða. Viðmiðunarmörkin geta verið breytileg frá ári til árs og fara eftir fjölda þeirra sem fylla tiltekin mörk. Viðmiðunarmörkin eru í stöðugri þróun og þau verður því að þrengja eða rýmka í samræmi við þörf á hverjum tíma.

Undir stoðþjónustu fellur:

Námsver
Talkennsla
Móttökudeild
Þroskaþjálfun
Félagsráðgjöf
Sjúkrakennsla
Heilsugæsla
Sálfræðingur

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102